Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 92
90
Fiskirannsólmir
Andvari
verður hann ekki annarsstaðar, og hæsti aldurinn, sem
eg hefi getað lesið með nokkurn veginn vissu, er 14
vetur (á þessum umgetna 119 cm fiski einum). Annars
hefir hæsti aldurinn verið 12—13 vetur, en að eins á
fáum fiskum og virðist svo, sem aldur ufsans fari hér
ekki eða sjaldan fram úr 15 vetrum (sé m. ö. o. svip-
aður aldri ýsunnar) og er það nokkuð minna en eg
hafði búist við, eða að vöxturinn er meiri, miklu örari
en t. d. við Noregs-strendur (sjá fiskabók mína, bls.
254). Fiskurinn vex yfirleitt mikið fyrstu 8 — 9 árin, en
hægir á sér úr því, nær kynsþroska 5—6 vetra, 60—70
cm langur og er það svipað um bæði kynin, því að
samanburður á stærðinni á hængum og hrygnum í 1.
og 2. yfirliti, sýnir, að stærðarmunur er lítill eftir kyni,
þó eru hrygnurnar eitthvað dálítið stærri að sínu leyti.
Við samanburð á stærðinni á fiskinum frá Eystra-Horni
(1. yfirlit) og af Hala (2. yfirlit), sést að hinn fyrtaldi
er allur smærri eftir aldri (og sama er að segja um
þrevetra ufsann úr Norðfirði) og munar það líklega
nokkuð meiru en því, sem Hala-ufsinn er veiddur seinna,
í ágúst, þegar mikið er liðið á vaxtar-skeiðið ár hvert,
en Horna-ufsinn, sem er veiddur 3 mánuðum fyr á
árinu, eða í byrjun vaxtar-skeiðsins. Bendir þetta á, að
ufsinn við SA-ströndina sé vaxinn upp í kaldari sjó
en hinn. En út í það skal ekki farið frekara hér vegna
þess, að rannsóknirnar eru ekki nógu víðtækar enn, og
svo bætist það við, að vöxtur ufsans virðist vera mjög
mis-hraður á sama svæði, og á það benda tölurnar í
3. yfirliti, eða ufsinn af djúpmiðum Bolvíkinga. Hann
er svo stór eftir aldri, að furðu gegnir, þar sem 6—7
vetra fiskar eru þegar 100—110 cm eða vel það, jafn-
stórir 10—12 vetra fiski. Sé þetta ekki mislestri að
kenna, eða því, sem varla er líklegt, að sumt af ufsan-