Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 94
92
Fiskirannsóknir
Andvari
hafa menn hingað til ekki rannsakað þessi atriði, það
eg bezt veit, nema lítið eitt við Noreg (Sars og Hjort)
og virðist útkoman af þeim rannsóknum vera í góðu
samræmi við útkomuna hjá mér.
Einu gögnin, sem eg hefi getað fundið nýtileg til
aldurs-ákvörðunar á loðnunni, er lengdin, því að kvarnir,
hreistur og bein duga ekki. Eg hefi því orðið að mæla
lengdina á fjölda fiska á ýmissi stærð eða nota annara
mælingar (Petersens-aðferð), og þegar mis-stór fiskur
er mældur svona á sama tíma ársins, þá koma aldurs-
flokkarnir í ljós, líkt og á smáufsa, ef vöxturinn er
hraður og hrygningin stendur stutt yfir, 3: fiskurinn allur
Hkt til árs kominn; annars er hætt við því, að ár-
gangarnir renni of mikið saman og að aldurs-munurinn
komi ekki nógu skýrt í ljós. Nú er því svo háttað um
loðnuna hér, að hrygningartími hennar stendur lengi yfir,
og er mismunandi eftir ströndum, fyrr í hlýja en í kalda
sjónum. Þess vegna er nauðsynlegt, að fá fisk af allri
stærð samtímis, við ýmsar strendur landsins og það hefi
eg getað að nokkuru leyti. Annars hefi eg (eða aðrir)
mælt mikið af loðnu á ýmsum tímum ársins og á ýms-
um stöðum við landið, og skulu nú sýnd nokkur dæmi.
Lengd cm Hængar tals Hrygnur tals Bæði kyn saman Þyngd 9
18 4 )) 4 30
17 56 )) 56 30
16 136 2 138 20—28
15 58 14 72 15-20
14 18 12 30 10—12
13 )) 5 5 »
12 )) 1 1 ))