Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 11

Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 11
Andvari Bjarni Jónsson frá Vogi 9 setja þær saman af kunnáttu sinni. Þegar fram í sótti kom þessi kensla að mjög góðu haldi. Er óhætt að staðhæfa, að piltar hafi aldrei fyrr náð slíkri æfing í að tala þýzku sem undir hans handleiðslu. Veit eg og dæmi þess, að það var nærri undarlegt, á hve skömmum tíma honum tókst nú á sínum efri árum að hugfesta mönn- um góða undirstöðu í þýzku, svo erfið sem tungan er byrjöndum. Stjórn hafði Bjarni svo góða yfir nemöndum, að al- drei þurfti um að vanda; kom hún fram af sjálfu sér. Hann hafði og sjálfur ánægju af kenslu og taldi sig bezt til slíkra starfa fallinn, enda vildi helzt hafa þau að lífsstarfi; lét hann það oftlega í ljós. Það var því mjög illu heilli, er honum var vikið frá skólanum eftir tíu- ára starf þar árið 1904. Olli því tortrygni yfirstjórn- anda skólans og fjandskapur, er reis af blaðamensku og stjórnmála-afskiftum Bjarna in síðustu ár, sem hann kendi í skólanum og enn verður á vikið. Að öðru leyti verður það mál eigi rakið hér, enda eigi skrifleg gögn hér fyrir hendi, þau er fram vóru borin á »æðri stöðum«. Frávikning Bjarna mæltist víðast hvar mjög illa fyrir og þótti ærið ranglát og ómakleg. Bjarni var einkar- vinsæll meðal pilta. Þótti þeim hans hlutur með rang- indum fyrir borð borinn. Sýndu þeir honum alla þá virð- ing og hluttekning, er þeir máttu, héldu honum sam- sæti og færðu veglega gjöf í viðurkenningar-skyni. Nú var Bjarni sviftur því starfi, er hann hafði lært til og ætlaði að hafa til atvinnu sér. Gerðist hagur hans mjög þröngur, því að hann hafði þá hálft fimta ár ið næsta eigi annað að starfa en tímakenslu og að rita og ræða um stjórnmál eða fást við þýðingar úr erlendum tungum. Þýddi hann allmörg kvæði eftir norsk skáld, þar á meðal »Huliðsheima« eftir Árna Garborg, er út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.