Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 40
38
Bjarni Jónsson frá Vogi
Andvarj
ingum gegn ráðherrunum Birni Jónssyni og Kristjáni
Jónssyni árið 1911. Þá var hann annar flm. að frv. til
stjórnarskrár og sat í nefnd, er um málið fjallaði. Náði
það samþykki þingsins með nokkurum breytingum. Við
kosningar um haustið hétu þingmannsefni að hreyfa
ekki sambandsmálinu, en samþykkja stjórnarskrána á ný.
Sjálfstæðisflokkurinn var í lamasessi fyrir sundrung út
af bankamáli, stjórnarskiftum og fleira og hafði mist tvö
blöð sín: »Ingólf« og »Þjóðólf«. Beið hann því lægra
hlut við kosningarnar. Heimastjórnarmenn komu að 20
eða 21 þingmanni, sjálfstæðisflokkurinn 10 og þrír eða
fjórir utan flokka. — Vorið 1912 hófst inn svo-nefndi
»bræðingur« eða samtök um að taka upp sambands-
málið á grundvelli frv. 1908, með breytingum »eftir at-
vikum«, þvert ofan í loforð við kjósendur. Gengu þá sjö
menn úr sjálfstæðisflokknum í bandalag við Heima-
stjórnarmenn. Fór það leynt fyrst. Vóru þrír eftir:
Bjarni, Sk. Th. og B. Sv. Mótmæltu þeir fastlega »til-
lögu«, er borin var upp í sameinuðu þingi um að fela
stjórninni að »bera það fram við konung, að leitað
verði nýrra samninga um sambandið milli Islands og
Danmerkur«. Tillaga þessi var samþykt með 31 atkv.,
5 greiddu atkvæði í móti, tveir greiddu eigi atkvæði,
tveir vóru ekki viðstaddir. Tillögumenn þessir skipuðu
þá inn svo nefnda »sambandsflokk«, en hann átti sér
skamman aldur. Stjórnin lagði stjórnarskrárfrumvarpið
eigi fyrir þingið. Tóku þeir Sk. Th. og Bjarni það upp,
en »sambandsflokkurinn« eyddi því með rökstuddri dag-
skrá. — Ráðherra fekk engu til vegar komið við Dani;
hafði þó heim með sér nýtt »uppkast« frá Danmörku
undir árslok, sem þótti enn þá óaðgengilegra en »upp-
kastið« 1908. Stefndi hann saman flokksmönnum sínum
af þingi víðs vegar af landi til fundar í stjórnarráði, en