Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 19
Andvari
Bjarni ]ónsson frá Vogi
17
Landvarnarmanna og Sjálfstæðismanna. Fiokknum varð
gott til liðs. Hvarf þangað skjótlega þorri ynSri manna
og margir aðrir. Fyltu þann flokk nær allir inir yngri
stúdentar, og mátti svo að orði kveða, að Stúdentafé-
lagið í Reykjavík yrði þá hreint flokksfélag langa hríð,
þótt þar væri nokkurir eldri stúdentar annarar skoðunar,
er þá drógu sig í hlé.
Þess var engi von, að Landvarnarflokkurinn mætti
sín við kosningarnar vorið eftir. Gömlu flokkarnir sátu
rótgrónir í landinu og áttu sigri að hrósa að sinni, þótt
mörgum mönnum tæki nú að standa stuggur af ríkis-
ráðsákvæðinu. Komu nokkurar áskoranir til alþingis um
sumarið um að fella niður orðin »í ríkisráði«. Vóru þær
af Barðaströnd, frá Mýramönnum og úr Reykjavík. En
tregða var að fá þær lagðar fram á alþingi(I), fyrr en
Skúli Thoroddsen, þingmaður Isfirðinga veitti þeim við-
töku.1) ]ón Jensson fór utan til þess að leita skýrra
andsvara af Alberti Islandsráðherra, um skilning hans á
ríkisráðsákvæðinu og tilgang með því. Svaraði hann
ýmist á þá leið, er sízt hefði átt að orka frumvarpinu
til framgangs, eða svaraði alls engu.2) En »Albirtingar«
létu ekkert á sig bíta. Frumvarpið var samþykt óbreytt
sumarið 1903 með öllum atkvæðum gegn einu. Síra
Sigurður Jensson í Flatey, þm. Barðstrendinga, flutti
einn andmæli og greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.
Að afloknu þingi héldu Landvarnarmenn veizlu þeim
bræðrum ]enssonum, Sigurði og ]óni. Var þar nær fimm
tugum manna og þótti valinn maður í hverju rúmi. ]ens
prófastur Pálsson frá Görðum flutti ræðu fyrir heiðurs-
1) Sbr. „Ingólf" I. 25.
2) Sliýrsla ]óns ]enssonar er í „ Ingólfi“ I. 19., 10. júlí 1903,
sbr. og I. 21, 2. ág. sama ár.
2