Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 37
Andvari
Bjarni ]ónsson frá Vogi
35
nú að berast fregnir af gerðum hennar, og allfagrar
fyrst, — „niðurstada Þingvalla“ —, en síðan sundur-
leitar og eigi fullkomnar, fyrr en »bláa bókin« sjálf barst
mönnum í hendur. Það vissu menn brátt með sannind-
um, að nefndin hafði klofnað og var Skúli Thoroddsen
einn í minna hluti; svo og hitt, að mörgum íslendingum
í Khöfn þóttu úrslitin stórlega athugaverð.
í þessum svifum barst »lngólfi« svofelt símskeyti frá
Bjarna Jónssyni:
„Upp með fánann. Ótíðindi!“
Þótti þá Landvarnarmönnum sýnt, hversu sakir stæði,
því að þeir treystu Bjarna manna bezt til »vits og ein-
arðar að segja frá«.
Fám dögum síðar (14. maí) barst hingað íslenzk þýð-
ing af »uppkastinu«, en af danska textanum að eins 1.
grein. Mátti þar af þegar sjá, að þýðingin var beinlínis
röng og mjög villandi í mikilvægum atriðum. Samdæg-
urs bárust blaðamönnum ályktarorð frá Skúla Thorodd-
sen og Ara Jónssyni. Vissu menn þá skil á stórgöllum
»uppkastsins«.
Bjarni tók sér fari heim til Austfjarða og fór norðan
um land til Reykjavíkur. \)arð hann samferða sumum
nefndarmönnum. En hvarvetna er hann kom á land í
höfnum, þá skaut hann á málfundi, skýrði frá úrslitum
nefndarstarfsins og hvatti menn til uppreistar í móti;
svo og hvern þann mann, er hann hitti eða átti samleið
með og honum þótti nokkurt mundang að. Vanst hon-
um brátt eigi all-lítið, einkum það, að menn ginu eigi
við fagurgala »uppkastsmanna« að óséðu, heldur biðu
átekta. Fregnir þessar bárust jafnharðan um land alt og
til Reykjavíkur. Sagði þá Jón Jensson í gamni, að hvar-
vetna sæi reykinn upp af, þar sem Bjarni kæmi við
land og lysti eldi í bygðina.