Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 62
60
Fiskirannsóknir
Andvari
kvarna úr þessum fiski benda á, að sumt af honum sé
vaxið upp í köldum, en sumt í hlýjum sjó.
Flest af þessum fiski var með tómari maga, en í sum-
um var hálfmelt eða nærri fullmelt stórloðna, úthrygnd
(eg taldi 150 í einum fiski); leit út fyrir, að hann hefði
náð í loðnu fyrir 1—3 vikum og væri að mestu búinn
að melta hana, enda var hann nú í góðum holdum.
Niðurburður var í mjög fáum.
Stórufsi var þarna mjög mikill (allur úthrygndur), þó
að lítið fengist af honum; hann var mest uppi í sjó, óð
oft uppi í stórum torfum. Var hann að elta krabbadýr
það, sem fiskimenn nefna stundum »augnasíli« (Rhoda
inermis); það er aðeins rúml. 2 cm á lengd, en afarmikil
mergð af því hjer víða um sjó á vorin og sumrin, oft
ásamt s. n. náttlampa (Meganyctiphanes), nál. 4 cm
löngu, skyldu dýri, og afarmikilsverð fæða fyrir ufsa, síld,
spærling, loðnu, karfa og fleiri fiska og fyrir suma
reyðarhvali. Náttlampi heldur sig einkum úti við brúnir
landgrunnsins á sumrin og þar eru þá stórhvelin að
»veiða« hann. Sumt af ufsanum hafði etið loðnu.
Síld urðum við ekki varir við í þetta sinn. (Jt at
Lónsvík varð vart við sandsíli; það voru þrjár stærðir,
10, 13 og 17—18 cm flokkar (veturg., tvæ- og þre-
vetur fiskur). — Um aðra fiska sem veiddust finn eg
enga ástæðu til að fjölyrða.
Hið óæðra botndýralíf var mjög fjölbreytt hjer, enda
er svæðið á takmörkum hlýja og kalda sjávarins (á
straumamótum), en um það skal ekki fjölyrða hér.
Fyrstu dagana, sem við vorum þarna austur frá, voru
þar ekki nema 1 — 6 skip önnur og aflinn var mjög
góður og stöðugur. Fyrsta daginn fengum við alls 24
»poka«, mestmegnis stútung og þorsk. í hverjum »poka«
eru talin 4 skpd af verkuðum saltfiski (800 fiskar), svo