Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 15
Andvari
Bjarni Jónsson frá Vogi
13
ávalt mestar mætur á Jónasi Hallgrímssyni allra íslenzkra
skálda. Því meira fagnaðarefni var honum, er þetta
afrek Stúdentafélagsins komst til framkvæmda.
Annað þeirra mála, er félagið tók á arma sína skömmu
eftir heimkomu Bjarna, var alþýðufræðslan. Hugmyndin
var tekin eftir starfsemi þeirri, er hafin var í enskum
heimi og þar nefnd »University Extension«. Tillaga um
það, að Stúdentafélagið reisti hér slíka starfsemi og
hefði með- höndum, kom fram í félaginu 1895 frá þeim
Einari Hjörleifssyni og Guðmundi Björnssyni og var
samþykt. Hefir félagið haft þessa starfsemi með hönd-
um ávalt síðan. Að því máli hefir enginn maður unnið
alt í frá upphafi í námunda við það, sem Bjarni gerði.
Hann var Iengstum í alþýðufræðslunefnd, þegar hann
hafði aðsetur hér á landi, flutti sjálfur fjölda fyrirlestra
og ýtti á aðra mentamenn til ins sama. Þurfti mikinn
dugnað og harðfylgi til þess, að fræðsla þessi lognaðist
ekki út af, og er það alira manna mest að þakka Bjarna,
hversu hún hefir enzt og þróast. Fyrst vóru fyrirlestrar
einungis fluttir í Reykjavík, en síðar víða um land.
Nefndin greiddi ræðumönnum lítils háttar þóknun, en
aðgangseyrir var lengi tíu aurar. Rann gjald þetta til
þess að kosta fyrirlestrana. Auk þess fekk félagið 150
kr. styrk úr landssjóði árin 1902—1905. En þá svifti
alþingi félagið styrknum næstu ár, 1906—1907, og virtu
stúdentar svo fullkomlega, að það væri gert í hefnd þess,
að félagið fylgdi Landvarnar-stefnunni. Er þetta litla
atvik dálítið sýnishorn aldarandans í þá daga. Eftir fall
þáveranda stjórnarflokks fekk félagið aukinn styrk (500
kr.) og hefir haldið honum síðan nokkuð hækkuðum.
Til dæmis um • starfsemi alþýðufræðslunefndar má geta
þess, að árin 1910—16 vóru haldnir alls 256 fyrirlestrar,
þar af 155 utan Reykjavíkur. Nefndin hefir jafnan skýrt