Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 78
76
Fiskirannsóknir
Andvari
Við það, sem eg skýrði frá um síld við Austurland í
nefndri frásögn, vil eg bæta því, að mér var sagt að í
Reyðarfirði hefði verið mjög mikið af örsmáum síldar-
seiðum árið 1916, næsta ár smá kópsíld og svo þriðja
árið (1918) stór kópsíld eða smá millisíld; svo hvarf
hún alveg. Hefir síldin, eftir þessu að dæma, verið þrjú
fyrstu æfiár sín þarna í firðinum og svo dregið sig á
djúpið, gengið til hafs, til fullrar þroskunar. — Síldar
varð nokkuð vart í ágústbyrjun (1926) og 10 sjóm. út
af Berufjarðarmynni var mjög stór hafsíldartorfa síðast
í júlí. Hræktu menn af Djúpavogi þar margar síldir á
þorsköngla á mótorbát og eitt sinn komu 2 á einn
öngul. I maga hafði hún mjótt síli (ungt sandsíli?) og í
sjónum var mikil mergð af því. Ekki sáu menn hrogn
eða svil í síldinni og hefir hún þá líklega verið úthrygnd.
Nokkuru síðar var mikið af síld við Papey og inn í
Berufjörð gekk hún líka og var krækt þar nokkuð
á öngul.
Úti fyrir Mýrdal hafði orðið vart við síldarhnappa
snemma í ágúst; síðari hluta mánaðarins veiddu menn
töluvert af síld í reknet í Eyrarbakkabug, og síðari
hluta sept. og langt fram í okt. var töluvert af millisíld
og stórsíld inni um allan Faxaflóa, sunnanverðan, alt
inn í Sundin við Viðey og mikil mergð af 8—10 cm.
löngum, hálfs árs gömlum síldarseiðum við Reykjavík
og í Sundunum. Virðist því svo, af því sem hér er
greint og eg hefi áður skýrt frá, sem síld hafi þetta
sumar verið inni við land, alt í kringum landið.
2. Fiturannsóknir á síld.
Það er eins um síld og annan fisk, að gæði hennar
fara mjög eftir holdafarinu. Síld er betri til matar, hvort