Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 126
124 . Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja Andvarí
varið í fýlinn fyrir feitina. Nú er, því miður, að mestu
hætt að nota bræðinginn, sem hefir orðið að víkja fyrir
öðru lakara feitmeti, einkum smjörlíki.
Fýlasúpa, -u, -ur, kvk., súpa af fýlunga. Var það
venja að salta fýlinn og geyma til vetrarins, og var
soðin af honum súpa með gulrófum, eins og saltkjöti,.
og malað bankabygg út á. Fýlasúpan var einn aðalmatur-
inn á mörgum heimilum í Eyjum, og allt af borðuð á
vökunni; var skammtaður hálfur fýll með súpunni handa
karlmönnum og oft fjórði partur úr fýl handa kven-
fólki og unglingum, eða þá að karlmennirnir fengu 3
bita, sem kallað var, 8A hluta af fýl og kvenfólk 2 bita.
Fýllinn var allt af skorinn í sundur, í tvennt, áður en
hann var látinn í pottinn. Fáum er það hent, nema
þeim, sem vanir eru að fara með fýl, að matbúa hann
í súpu svo vel fari, en kvenfólk í Eyjum kunni góð
tök á því að gera úr honum beztu fæðu. Hjá þeim,
sem vel voru birgir, náði fýllinn frá árinu áður, saman
við nýja fýlinn, og allt af þótti það góður búmennsku-
vottur. Nú er fýllinn, í stað súpunnar, borðaður með
kartöflum. Fýlasúpa af nýjum fýl er þó enn þá etin
nokkuð.
Reyktur fýll, fýll, sem hafði hangið í reyk, og til
þess voru allt af valdir vænir fýlar og sjerlega vönduð á
þeim reitingin, þótti og þykir enn mesta sælgæti og há-
tíðamatur.
Fýlafylla, -u, -ur, kvk., puran af fýlnum. Mörgum þótti
hún afbragðsgóð, þó að ærið væri hún feit.
Fýlshausar, flt., kk., fýlahöfuð matbúin, voru álitnir
bezti matur, en mjög var mikil fyrirhöfn að verka þá
vel. Nú mun að mestu hætt að nota þá til matar, enda
gefa fáir sjer tíma til að liggja yfir því að matreiða þá.
Fýlafiður, -s, hvk., fiður af fýlnum. Er það látið rigna