Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 111
Andvari
Norsk vísindaslofnun
109
fullyrða, að þetta hefur verið komizt næst því að rita
Landnámabók Noregs. Víða er höfð hliðsjón af íslandi,
og mun enginn lesa þessa bók án þess að ýmislegt í
byggingu lands vors verði honum ljósara.
En Magnus Olsen lætur ekki staðar numið við þetta.
Eftir að hann hefur komizt eins nærri því og kostur
var á að finna hin fornu höfuðból, sýnir hann fram á
samhengi milli hofstaða í heiðnum sið og kirkjustaða í
kristnum, bendir á, að hofsókn og hérað hafi svarað svo
hvort til annars, að ástæða sé til þess að gera ráð fyrir
goðum, sem bæði hafi verið prestar og höfðingjar, í
Noregi eins og á íslandi. Að lokum rannsakar hann
ýmis atriði í norrænni trú og goðadýrkun, þar sem ör-
nefni benda til nýrra skýringa. Hann virðist hér t. d.
leysa til sæmilegrar hlítar úr spurningunum um hörg og
hof. 1 upphafi sögualdar hafa hofin verið helgistaðir
almennings, þar sem Þór var mest tignaður. En í
hörgunum hefur hin forna Freysdýrkun (til árs og
frjósemi) lifað hjá einstökum mönnum, og þar hafa eink-
um konur (hofgyðjur) veitt blótunum forstöðu. Þá eru
hér merkilegar athugasemdir um ættfeðradýrkun. Hvert
höfuðból hefur í forneskju verið helgistaður ættarinnar
og sjálfur ættfaðirinn verndari afkomanda sinna og blót-
inn af þeim. En þar sem forfaðir konungsættar var
heygður, varð haugurinn hæsti helgistaður ríkisins og
blótin fóru fram við hann. Slíkir helgistaðir hafa verið
Olvishaugur og Saurshaugur (Sörshaugur) í Þrænda-
lögum. Vfirleitt eru í síðustu þáttum bókarinnar margar
athuganir og hugmyndir, sem líklegt er, að áhrifaríkar
verði í norrænni goðafræði og menningarsögu.
Það er að vísu of snemmt að leiða getum að því,
hvert rúm þessi myndarlega stofnun muni með tímanum