Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 61
Andvari
Fiskirannsóknir
59
12—15 sjóm. út af Hvalnesi, og fengum allgóðan afla,
mjög blandaðan fisk, þó einkum stútung og þorsk, margt
af ufsa, smáum karfa (hálfvöxnum stóra karfa og full-
vöxnum litla karfa, komnum að gotum), steinbít, þykkva-
lúru, skrápflúru, fátt af ýsu, lúðu (spröku), skarkola,
smáskötu og tindaskötu, en engan spærling, (hans verður
lítið vart austan Ingólfshöfða).
Lang-mestur hluti aflans var nú (og er þarna vana-
lega) þorskur á ýmissi stærð; varla þriðjungur hans var
fullþroskaður fiskur, og hann allur úthrygndur og senni-
lega kominn vestan með, að lokinni hrygningu, hafi hann
þá ekki hrygnt þarna1); því að líklega eru austur-tak-
mörk hrygningarsvæðisins þarna á Papagrunni. Tveir
þriðjungar aflans, eða vel það, voru stútungur og vænn
þyrsklingur, 50—70 cm langur, mest þó af stútungi,
alt óþroskaður fiskur, en ekkert af smáþyrsklingi. Vfir-
leitt var fiskurinn þarna mest »geldfiskur«, eða venju-
legur Austfjarða-sumarfiskur, ljós á lit, líkt og í Faxa-
flóa, nýgenginn, sagði skipstjóri; en hvaðan var hann
kominn, því að á útmánuðum er víst fátt af þess konar
fiski þar á grunnunum? Það er eigi auðið að segjameð
vissu, en líklegast tel eg það, að óþroskaði fiskurinn sé
kominn utan af grunnbrúnunum, eða utan fyrir þær, úr
hallanum, eða álunum til beggja hliða, upp á grunnið,
með vaxandi hita í sjónum, en hafi hins vegar dregið
sig haustið á undan úr fjörðunum eystra og af grunn-
miðum, út á brúnir Papagrunns og út fyrir það, eftir
því sem sjórinn kólnaði, og haft þar vetrardvöl. —
Hið sama geri eg og ráð fyrir að eigi sér stað á
Hvalsbakbanka, lengra austur (sjá síðar). Vaxtarlínur
1) HornafjarÖar-bátar afla mest í Lónsvík síðari hluta vertíðar,
en framan af framundan Hornafirði.