Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 63
Andvari
Fiskirannsóknir
61
að dagsaflinn hefir þá orðið um 90 skpd (19 þús. fiskar).
Hver dráttur (»hal«) stóð yfir !/2—1 klst. En þegar leið
á vikuna, voru komnir 20—30 innlendir og 5—6 út-
lendir togarar í kringum okkur, og fór fiskurinn þá að
verða stopulli og eins og í blettum (mishittur) og aflinn
miklu minni; enda er ekki furða að svo verði, þegar
svo margir eru komnir á tiltölulega lítinn blett og draga
vörpur sínar hver skamt frá öðrum, látlaust dag eftir dag.
30. apríl vorum við um stund út af vestanverðri Lóns-
vík, en öfluðum lítið, tókum við okkur því upp um mið-
degi og héldum aftur vestur á Selvogsbanka og vorum
þar síðasta útivistardaginn, eins og fyr er greint.
2. Aðra ferðina á »Skallagrími« fór eg, eins og áður
er sagt, í ágúst 1925, til þess að kynnast hinum fiskauðgu
og mikið umtöluðu miðum á s. n. Hala úti fyrir Vest-
fjörðum.
Þessi mið vöktu feikna athygli á sér árið 1924, vegna
þess mikla afla, er botnvörpungar sóttu þangað það ár,
alt frá maílokum. Almenningur leit svo á, sem þarna
væru fundin alveg ný mið (regluleg »gullkista«); en eg
hefi sagt frá því áður (í Verði III, 49.), að mið þessi
hafa fyrir löngu verið þekt af vestfirzkum hákarlamönn-
um og amerískum sprökufiskurum, og greint stuttlega
frá því, hvernig þau fundust á ný árin 1921 og 1922
(Kveldúlfs-skipin »Skallagrímur« og »Þórólfur«, en að
einhver skip hefðu þó komið þar fyr •)•
Halinn, sem áður nefndist, að minsta kosti að nokkuru
leyti, Djúpálsrif, er horn, sem gengur út úr landgrunn-
inum vestan við Djúpálsmynnið, brattur á alla þrjá vegu,
1) Mér hefir verið sagt síðan, að það hafi verið bv. „Marz“,
skipstj. Þorsteinn Þorsteinsson, veturinn 1911 —12 og bv. „Apríl“
veturinn 1913 —14.