Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 42
40
Bjarni Jónsson frá Vogi
Andvari
Nú skall styrjöldin yfir. íslendingar urðu sjálfir að fleyta .
sér, gera viðskiftasamninga við aðrar þjóðir, senda út
fulltrúa og nefndir, er bæði störfuðu í Vesturheimi og í
Englandi. Stórþjóðirnar höfðu »vernd smáþjóðanna« mjög
ofarla á dagskrám sínum. Alt gaf þetta sjálfstæðisstefn-
unni byr undir báða vængi. Þótti Islendingum óhæfa að
afhenda aftur í hendur Dana að ófriðnum loknum sjálf-
stæði sitt eða sjálfræði, er þeir höfðu nú haft í verki
meðan vandinn var mestur.
Aukaþingið um áramótin 1916—17 vildi efla stjórn
landsins og setti því lög um þrjá ráðherra. Bjarni gekst
mest fyrir því, að ]ón Magnússon tókst þá á hendur
myndun ráðuneytis. Hafði það stuðning allra flokka. Var
það fullkomlega að hvötum Bjarna og í samráði við
hann, er forsætisráðherra mælti svo um sjálfstæðismálin
í þingræðu, er ráðuneytið tók við völdum:
„Um eilt erum vér einhuga, að vinna að því af fremsta megni,
að þjóðin nái fullum yfirráðum yfir öllum málum sínum og afráða
ekki neitt í sjálfstæðismálum þjóðarinnar, án vilja og vitundar
þeirra þingflokka, er veita ráðuneytinu fylgi sitt“.
Sumarið eftir setti nd. alþingis fullveldisnefnd, skipaða
sjö mönnum, »til þess að íhuga og koma fram með til-
lögur um, hverjar ráðstafanir gera skuli til að ná sem
fyrst öllum vorum málum í vorar hendur og fá viður-
kenningu fullveldis vors«. — Bjarni var einn af tíu
flutningsmönnum og fekk sæti í nefndinni. Flutti nefndin
þegar þingsályktunartillögu þess efnis að »skora á stjórn-
ina að sjá um, að Islandi verði þegar ákveðinn fullkom-
inn siglingafáni með konungsúrskurði«. — Alþingi sam-
þykti tillöguna í einu hljóði.
Milli þinga höfðu þeir Bjarni og þingm. N.-Þing. um-
boð fullveldisnefndar, til þess að halda í horfi kröfum
hennar.