Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 84
82
Fiskirannsóknir
Ándvari
söltunar. Og þá kem eg að spurningu, sem eg vil enn
einu sinni leggja fyrir menn til alvarlegrar íhugunar1):
»Mætti ekki stunda síldveiðar með reknetum, svo að
góður arður yrði að, við S- og SV-strönd landsins, frá höfn-
unum við Faxaflóa, Sandgerði, Eyrarbakka, Stokkseyri
og Vestmanneyjum, á vorin og fram í ágúst, til útflutn-
ings í ís (til Bretlands) og úr því (meðfram í lagnet
innfjarða) til söltunar? Eg tel það vafalaust, enda þótt
veðrátta gæti orðið óhagstæð á sfundum, úr því dregur
að jafndægrum og yfirleitt ættu síldveiðar vorar að vera
stundaðar miklu almennara og meira en hingað til, en
þó því að eins, að öruggur markaður væri ávalt vís. —
En þesskonar markaður yrði að skapast og tryggjast
jafnframt því, sem aflinn ykist. Hér er að minni hyggju,
um mikið framtíðarmál að ræða — sumaratvinnu fyrir
fjölda íslenzkra fiskimanna og aðra, sem hlut ættu
að máli, — ef skynsamlega væri að farið.
3. Aldurs- og vaxtar-rannsóknir.
Þessum rannsóknum hefi eg haldið áfram og safnað,
einkum á »Dönu« og »Skallagrími« gögnum til frekari
rannsókna á fiskum, sem eg hefi verið að fást við und-
anfarið, svo sem ufsa, loðnu og sandsíli, og svo af
nokkurum, sem eigi hafa verið rannsakaðir í þessu til-
liti, eins og sjóbleikju, keilu, karfa, marhnút, mjóna,
trönusíli o. fl. Hér verður að eins greint frá útkomunni
á rannsóknum á ufsa og loðnu; hinir verða að bíða
betri tíma.
1) Sbr. Skýrslu mína 1917—18, Andv. XLIV. bls. 50.