Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 49
Andvari
Bjarni Jónsson frá Vogi
47
hans hlotið ágæta dóma í Þýzkalandi og víðar. Einkum
er það snildarlegt, hversu honum hefir tekizt að »ná«
inum torveldustu bragháttum í verkum Árna Garborgs.
Bjarni var ágætlega máli farinn, talaði ljóst og skipu-
lega, fipaðist aldrei, röddin föst og mikil. Oftast var
hann boðinn og búinn að flytja ræður í samkomum, í
félögum og á öðrum mannfundum. Talaði hann mjög oft
á íþróttafundum ungmennafélaga, bæði í Reykjavík og
annars staðar, þar er til hans náðist. Hann tók oft til
máls á alþingi, einkum in síðari ár. Var hann þar jafnan
mikill atkvæðamaður. Máttu hans tillögur mikils, þótt
hann væri stundum í fámennum flokki. Stundum þótti
hann vanda óþarflega yh'a frágang á ræðum sínum og
ritgerðum. Var hann því oft snjallastur og atkvæða-
mestur, er hann átti í kappræðum óviðbúinn. Hann sá
skjótlega, ef veilur vóru eða rökvillur í máli þeirra, er
hann átti í höggi við. Svaraði hann jafnan fimlega, ef
gripið var fram í fyrir honum og varp þá hnútum nokkuð
harðlega frá sér, ef því var að skifta. Sóttu menn lítt
gull í greipar honum í orðakasti. Hann vildi ganga beint
fram, en hataði hrekki, róg og undirferli. Ótortrygginn
var hann að fyrra bragði, en taldi valt að treysta þeim
fast, er brugðizt höfðu berlega, þegar á reið.
Hann var staðfastur í skoðunum og skaplyndi. Var
honutn eigi annað fjær skapi, en hyk það og undanhald,
er ofmjög hnekti sigurför íslendinga í sjálfstæðisbarátt-
unni og klofning olli hvað eftir annað innan flokksins.
Ekki miklaði hann fyrir sér þótt á skýjaði og óvænt
þætti horfa um hríð. Skaut hann þá oft fram kviðlingi
þessum úr rímu gamalli:
„Fram skal ganga haukur húna
hvort hann vill eða’ ei“.
Birtist kapp hans og málafylgi í útgáfu margra blaða,