Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 128
126
Þættir úr menningarsögu Vestmannaevja
Andvarí.
skilið eftir, nema þar sem vont var að komast að eða
eigi þótti taka því að gera ofanferð.
Ofanferð, -ar, -ir, kvk., bæði leiðin sjálf niður í
bjargið, sagt t. d. þarna er góð ofanferð, og sjálf förin
niður, einkum þegar farið er á bandi og þá venjulegast
farið ár frá ári í sama stað. Þarna er ofanferðin, þetta
má taka í einni ofanferð, sögðu menn. Einnig þýðir
ofanferð ein vaðarhæð eða það sem ein trossa nær.
Þetta eru margar ofanferðir, sama sem margar vaðar-
hæðir. Langa ofanferðin og vonda ofanferðin voru sum-
ar ferðir kallaðar.
Ferð, -ar, -ir, kvk., vegurinn, sem farið var upp eða
niður bergið. Þeir fóru sunnan við ferðina, það er
sunnar, en venja var að fara.
Fýlaveizla, -u, -ur, kvk., glaðningur, er veiðimennirnir,
sem fóru saman til fýla, hjeldu sjer að loknum fýlaferð-
unum, ef allt hafði gengið vel, var þá venjulegast á
borðum reyktur fýll með kartöflum, sæt súpa, kaffi og
vín út í, stundum var danzað í fýlaveizlunum.
Fýlarusl, eint., hvk., vængir, innvols og annar úr-
gangur úr fýlnum, sem og mjög magrir og illagerðir
fýlar; sjá að framan um taðláka. Var þessu öllu haldið
til haga og látið í bing saman við tað og þang og svo
tyrft yfir, og þótti þetta ágætt eldsneyti.
Fýlabreiða, -u, -ur, kvk., fýlabyggð, þar sem fýllinn
situr þjett, einnig hrúgan, er fýlnum var fleygt í dauðum.
Stærst var fýlabreiðan úr Almenningsskerinu. Súlu-
byggðin er og kölluð súlubreiða.
Steðji, -a, -ar, kk., voru kallaðar flúðir eða stallar við
úteyjarnar, þar sem lent var.
Fýlakaggi, -a, -ar, kk., tunnur eða önnur ílát, sem.
fýllinn var saltaður í og geymdur í til vetrarins.