Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 35
Andvari
Bjarni Jónsson frá Vogi
33
— Fundurinn var glæsilegur árangur þeirrar baráttu, er
háð hafði verið síðan Alberti smeygði ríkisráðsfleygnum
inn í stjórnarskrána, og jafnframt undirstaða ins mikla
úrslitasigurs, er unninn var á »uppkastinu« sumarið
eftir og að þeim frelsiskröfum, er jafnan síðan vóru
bornar fram.
Upp frá þessu vóru flokkar þeir, er tillögum fundarins
fylgdu, stundum nefndir einu nafni Sjálfstæðismenn eða
sjálfstæðisflokkur, en ekki skipuðu þeir þó samstæðan
flokk fyrr en eftir birting »uppkastsins« árið eftir.
Á alþingi var borin fram tillaga í báðum deildum önd-
vert þing, um að skora á stjórnina að ráða konungi frá
því að skipa menn í sambandsnefndina, fyrr en nýjar
kosningar hefði farið fram til alþingis. Tillagan var að
fullu samkvæm nærfelt öllum þingmálafundum landsins
og Þingvallafundi. En meiri hluti þingsins (stjórnarliðið)
skeytti henni að engu; var hún feld í báðum deildum;
í efri deild með eins atkvæðis mun. Síðan var bent á
menn í nefndina; vóru fjórir úr flokki stjórnarsinna og
þrír úr Þjóðræðisflokknum. Stjórnarflokkurinn vildi nefna
Sigurð jensson í nefndina fyrir hönd Landvarnarmanna,
en hann skoraðist undan og benti á jón Jensson yfir-
dómara. Ráðherra taldi það eigi mega vera, þar sem
nefndin mundi einungis skipuð alþingismönnum, en færði
engi rök fyrir, að svo þyrfti að vera. — Konungur stað-
festi síðan þessa útnefning.
Allir höfðu þessir útvöldu menn samþykt stjórnar-
skrána með ríkisráðsfleygnum 1903.
Landvarnarmenn stofnuðu málfundafélag í Reykjavík
öndverðan október-mánuð undir fimm manna stjórn.
Jatnframt kusu þeir sjö manna allsherjarstjórn fyrir allan
flokkinn. Starfaði bæði félagið og flokksstjórnin allan
veturinn. Bjarni var í hvorri-tveggju stjórninni, en í
3