Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 45
Andvari
Bjarni Jónsson frá Vogi
43
andmælum og var það sízt að vilja íslendinga, þótt það
næði samþykki eftir því sem á stóð. Bjarna var nauð-
ugt að ganga að ákvæði þessu; kvað þó nefndina eiga
að verða atkvæðalausa, ekki annað en »núll«-nefnd.
Þegar að því kom að kjósa í nefndina þrjá menn af ís-
lands hálfu, varð Bjarni þegar fyrir kjöri og endur-
kosinn jafnan úr því, síðast á þinginu 1926, þótt þá væri
næsta vonlítið, að honum ynnist heilsa til að starfa þar
lengur. Gerðabækur nefndarinnar bera þess vitni, að
Bjarni stóð þar vel á verði fyrir Islands hönd, sem
vænta mátti. Meðal mála þeirra, er nefndin tók til með-
ferðar, var krafa alþingis um endurheimt skjala, rita og
forngripa, er héðan hafa ýmsu faraldi komizt í söfn
Dana. Hefir nú rætzt vonum betur úr þeim kröfum, því
að inir dönsku nefndarmenn tóku skynsamlega í málið1)-
Þó er mikilla muna vant, að alt sé fengið, er réttur
stendur til og full sanngirni. Gekk Bjarni öðrum framar
í nefndinni um kröfurnar, því að hann krafðist Flateyjar-
bókar heim og annarra rita, er sömu máli gegnir. Rök
hans vóru þau: Brynjólfur biskup gaf bókina konungi
sínum, þ. e. a. s. konungi Islands. Nú var eðlilegt, að
þessi íslenzki dýrgripur væri geymdur í þeirri bókhlöðu,
er þá var ein til og engin var slík á íslandi. En nú,
þá er góð og örugg bókhlaða er sett upp hér í landi,
og mentastofnun í íslenzkum fræðum, þá er það eitt
rélt, að konungur Islands geymi hér sína íslenzku kjör-
gripi slíka. Þessu mun vant að hrinda með rökum.
■" Einn þáttur í starfsemi Bjarna fyrir sjálfstæði landsins
vóru afskifti hans af mentamálum, listum og vísindum.
Hann vildi styðja unga listamenn og mentamenn til
1) Vissulega hefði þó ið sama fengizt, þótt engin „dansk-íslenzk
ráðgjafarnefnd" hefði verið til.