Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 98
96
Fiskirannsóknir
Andvari
líta yfir klakstarfið annarsvegar og veiðina í vatninu
hinsvegar, svo að gera megi sér nokkura hugmynd um,
hvort klakið hafi orðið að verulegu liði eða ekki.
Næstu 3—4 árin eftir hina umgetnu tilraun með linda-
vélina, var Iítið sem ekkert gert að klaki; það kom eng-
inn skriður á það, fyrri en að Veiðifélagið var stofnað
(veturinn 1905). Haustið 1906 og næstu árin þrjú lét
félagið gera tilraunir til að klekja í grjótbyrgjum í lind-
um, en árangur var enginn sýnilegur, 3: engin seiði sá-
ust klakin. 1910 var byrjað á klaki í kössum, þremur
talsins, með þeim árangri að úr 2 kössum fengust c. 15
þús. síli, sem öllum var slept í vatnið. Þetta hleypti hug
í menn, því að næsta haust var klakið í 15 kössum og
úr því í 15—24, tíðast 20 kössum, fram til 1921, er
klakhúsið var reist hjá Garði; þó voru kassarnir ekki
alveg lagðir niður; enn er klakið í fáeinum. 011 þessi
ár, síðan 1910, nema harða veturinn 1917—18, er alt
klakstarfið fór út um þúfur, sökum harðinda, og til 1921,
er klakhúsið tók til starfa, hefir sílum verið klakið og
slept í vatnið, einusinni (1913—14) 50 þús., en öll hin
árin um 100 þús. Síðan klakhúsið kom til sögunnar,
hefir verið klakið 127 til yfir 400 þús. á ári og nokkuð
af því sett i önnur vötn (sjá töflu á næstu síðu).
Um veiðina í Mývatni á þessu tímabili (síðan um alda-
mót), er það að segja, að hún (samkv. aflaskýrslunum)
var dágóð árin 1901—02, en stórhnignaði svo og var
mjög lítil, eiginlega öll árin úr því og til 1917; en úr því
vex hún mikið, er komin 1921 upp í það sem hún var
1902 og vex áfram til 1924, er hún nær hámarki með
102,6 þúsundum fiska, en lækkar nokkuð aftur árið 1925.
— Meðalveiði áratuginn 1906—15 er 20 þúsund á ári,
en áratuginn 1916—25 61 þús., eða vel þrefalt hærri.
Þessa miklu veiði í Mývatni hin síðari árin hafa menn