Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 76
74
Fiskirannsóknir
Andvkri
sumargotsíld, er úti á landgrunnsbrúnunum á vorin og
sumrin, og um útbreiðslu merkra fiska, eins og
spærlings og langlúru, hefi eg og fengið allnákvæma
vitneskju.
Svo hefi eg haft ærið tækifæri til að sjá, hver sumar-
fæða þorsks, ufsa og fleiri nytjafiska er á þessum slóð-
um og hverja feikna þýðingu loðna, spærlingur, nátt-
lampi og augnasíli hafa fyrir þessa fiska úti á djúpmið-
um, líkt og sandsílið á grunnmiðunum. Þessi dýr eru
aðalfæða þeirra þá, og þar sem þau eru, heldur fiskur-
inn sig helzt. Þau ákveða göngur hans, og hvalirnir,
einkum hinir stærri reyðarhvalir, eru og háðir þessum
smælingjum beinlínis eða óbeinlínis, og verða að elta
þá eða smáfiskana, sem líka nærast á þeim. En eg get
bætt því við, að eg sá sára fátt af stórhvelum á þess-
um ferðum, flesta þó í síðustu ferðinni.
Um aflabrögð togaranna á útjaðramiðunum, sem þeir
fiska mest á í salt, »utan vertíðar«, við SA—NV
ströndina, er það eftirtektarvert, að þau fara mikið eftir
því, eins og oft eru nefnd dæmi til hér að framan,
hve mörg skip eru á þessum og þessum bletti. Aflinn
er góður meðan skipin éru fá, en minkar á hvert skip,
þegar þeim fjölgar. Þetta bendir á, að fiskmergðin (hér
er einkum átt við þorsk) sé ekki meiri en það, ef fisk-
urinn ekki beint flýr (og það er ekki svo mjög ástæða
til að ætla), að skipin séu þegar fullmörg í hlutfalli við
fiskmergðina. Sumir togaraskipstjórar vilja nú líta svo á,
að Selvogsbanki sé nú ekki eins gjöfull og hann var
fyrir nokkurum árum, og erfiðara að ná í fiskinn þar,
vegna stygðar. Fyrra atriðið getur ef til vill legið í ára-
skiftum að fiskmergðinni.
Á ferðum þessum safnaði eg gögnum til aldursrann-
sókna, einkum af ufsa og miklu af ýmsum óæðri dýrum