Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 64
62
Fiskirannsóknir
Andvari
einkum þó til SV, þar sem 100- og 150-fðm. dýptar-
línurnar nálgast mjög hvor aðra (í Kverkinni eða
Skálavíkur-misdýpinu). Horn þetta skagar um 12 sjóm.
út úr grunnbrúninni og NV-rönd þess er 16 sjóm. á
lengd, svo að víðátta þess verður að eins um 150 fer.
sjóm., eða svipuð og á þeim hluta Faxaflóa, sem er
fyrir innan línu milli Gróttu og Garðskaga; og þar sem
nú aðal-miðin eru á ytra helmingi svæðisins, gefur að
skilja, að þar sé oft »þröng á þingi«, þegar 30—40
togarar eru þar í einu. Uppi á Há-Halanum er dýpið
75—80 fðm. og hallar líðandi út að 100 fðm., þar sem
brekkan byrjar'
Halinn er beint út af Isafjarðardjúpi, 45—50 sjóm.
undan næstu núpum, nál. þriðjung vegar til næsta lands
(Grænlands-óhygða, Svalbarða hins forna?). Þarna úti
er um tvo hafstrauma að ræða: kaldan A-Grænlands-
strauminn, sem kemur norðan og austan úr Ishafi og
þekur allan sjó frá Grænlandsströndum yfir undir ísland,
misbreiður og misjafn að öðru leyti, eftir árstíðum,
breiðastur vor og sumar og nær þá inn yfir Halann,
mjóstur haust og vetur og nær þá Halanum tæplega.
Hann liggur eins og þunt lag ofan á hlýja strauminum,
grein þeirri af Golfstraumnum (Irminger-straumnum),
sem fer norður fyrir ísland, og nær alveg niður að botni,
bæði úti í djúpinu og uppi á Halanum 0- Báðir þessir
straumar eru mjög harðir og þegar hlýi straumurinn
rekur sig á hina bröttu SV-hlið Halans, streymir hann
upp á við, eins og vindur, sem rekur sig á fjallshlíð,
kemst alveg upp í yfirborð, gegnum kalda strauminn,
svo að afleiðingin verður mjög óreglulegir og harðir
1) 24. ág. var hitinn í yfirborði 3,4°, á 5 fðm. 4,7°, á 20 fðm.
5,1° og á 100 fðm. 4,3° C.