Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 12
10
Bjarni jónsson frá Vogi
Andvari
komu 1906 og »í Helheimi« eftir sama höfund (1913).
»A guðs vegum« eftir Björnstjerne Björnsson kom út
1910, »Ingvi konungur« 1906 og »Ingvi Hrafn« 1913,
hvorttveggja eftir Gustav Freytag úr ritverki hans: »Die
Ahnen«. Árin 1905—8 gaf hann og út ársritið »Sumar-
gjöf« ásamt Einari Gunnarssyni. Var þar margt ljóða
og ritgerða inna yngri skálda og mentamanna. Ritið
er fróðlegt og skemtilegt og að öllu vel til þess
vandað. — Hann var settur viðskiftaráðunautur íslands
17. júlí 1909. Þeim starfa hélt hann til ársloka 1913.
Var þá starfi sá lagður niður og stóð Bjarni enn uppi
atvinnulaus, en alþingi hafði þá veitt honum 1200 króna
ársstyrk til ritstarfa næsta fjárhagstímabil (1914—1915).
Var það einkum þýðing á fyrra hluta »Fausts« eftir
Goethe, er hann hafði þá með höndum. — Samkvæmt
lögum um stofnun docentsembættis í grísku og latínu
var Bjarni skipaður docent við háskólann 31. marz 1915
og hélt því starfi til æviloka.
Nú verður að hverfa til ins eldra tíma og rekja
nokkuð störf Bjarna, bæði í félögum og annars staðar
og afskifti um þjóðmál vor Islendinga.
Svo hafa sagt menn, e:r samtíða vóru Bjarna í skóla,
að hann hafi skjótlega orðið foringi meðal skólabræðra
sinna um marga hluti, og var það meir fyrir þroska
sakir og vitsmuna en framgirni og metnað. Slíkt ið
sama mun og með fullum sannindum mega segja frá
námsárum hans í Kaupmannahöfn. Eftir því sem óx
þroski hans og þekking, þá hlaut hann því meiri vin-
sældir meðal inna yngri manna, er nám stunduðu. Hefir
svo sagt vitur maður skilríkur, er þó greindi á um
margt við Bjarna síðar, að hann hefði þótt allra manna
vænlegastur fyrir vitsmuna sakir og einurðar og hleypi-