Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 60
58
Fiskirannsóknir
Andvari
Bandaríkjamanna)') og ef skilyrðin fyrir vexti og viðgangi
seiðanna væru um leið hentug (sbr. góð og slæm klakár).
Stórýsa hefir fengist mikið síðari hluta apríl á 100
fðm. í hallanum út af Bankanum, oft »margskiftur poki«
á daginn, þegar þorskur er frá botni. Síðari árin hefir
henni smá-fækkað. Eflaust gýtur hún þarna úti. Inni við
Hraunið fengum við margt af ýsu á allri stærð og öllum
aldri, flest veturgamalt og tvævett, fáar eldri. Af öðrum
fiski var fátt; þó má taka fram, að þar var kynsþroskaður
sandkoli, smærri en eg hafði haldið, að hann gæti verið:
1 tvævetur, 10 cm hængur og 1 þrevetur, 14 cm hrygna.
Spærlingur sá er eg athugaði var að hrygna.
Við Hraunið kom upp mikið af mjög úldnum »niður-
burði«, 3: hausum, hryggjnm og slógi, saman með fisk-
inum; lítið sem ekkert var af þessu í maga fisksins, en
ekki virtist hann fælast ýlduna, því að í eitt skiftið fékst
»áttskiftur poki« (sem er mjög mikill afli) og þau skip,
sem hjá okkur voru, fengu líkan afla. Stundum kom
nokkuð af dökk-mórauðri leðju upp í vörpubotninum,
en fátt af óæðri dýrum.
Af Selvogsbanka héldum við nærri rakleiðis austur á
Papagrunn, en svo nefni eg grunnið milli Lónsdjúps og
Berufjarðaráls. Það er eitthvað um 30 sjómílur á breidd
út frá landi, en um 20 á lengd, eða um 600 fer.sjóm.
að flatarmáli. Á því eru víða góð togaramið, en botn þó
sumstaðar all-úfinn og sækja togarar þangað mjög á
vorin, þegar fiskur fer að tregast á Selvogsbanka. —
Dýpið er 50—100 fðm. og beztu miðin á 65—80 fðm.,
12—15 sjóm. SA-S af Hvalsnesi (Eystra-Horni).
Við vorum 8 daga til og frá á þessum slóðum, mest
1) Sjá rilgerð mína: Nokkur orð um sjófiskaklak. Andv. XLIX,
bls. 110-139.