Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 108
106
Norsk vísindastofnun
Andvari
íýrunum safnaði með Asbjörnsen, var merbilegur maður
og furðulegur. Hann var manna Iærðastur, hamhleypa
til vinnu, leysti hvers manns vandræði, gaf öðrum mönn-
um hugmyndir og efni í bækur, tók þátt í menningarlífi
þjóðarinnar á mörgum sviðum, en lauk aldrei við neitt
af stórvirkjum þeim, er hann hafði með höndum. Þegar
hann féll frá, 1913, tæplega hálfsextugur, var ekki
prentað eftir hann annað en tóm brot, og sumt af því
hafði hann ekki einu sinni ritað sjálfur. Samt var hann
almennt viðurkenndur brautryðjandi í þjóðsagnavísindum
og einn af höfðingjunum í menntalífi Norðmanna. Margur
hefur beðið þess með óþreyju, að ritgjörðir hans, er
áður voru á víð og dreif, yrði færðar saman í einn stað
og jafnframt gefið út það af óprentuðum ritum hans, er
tiltækilegt þætti. Nú eru komin út tvö bindi af þessu
verki og má óhætt fullyrða, að enginn verði fyrir von-
brigðum, er fær þau í hendur. Að vísu er ekkert í þess-
um bindum nema ritgjörðir, sem áður hafa verið prent-
aðar, og allt til tínt, sumt smávægilegt. En það er hvort-
tveggja, að einmitt með þessu móti fæst yfirlit um við-
gang vísindastarfsemi Moltke Moe og fæstir, sem rit-
safnið fá í hendur, munu hafa þekkt allar greinirnar
áður, enda eru margar þeirra svo þungar á metunum,
að bindin í heild sinni verða óvenjulega efnismikil.
Moltke Moe sýnir í þessum greinum þá list sína að rita
svo um vísindaleg efni, að hvert barn geti skilið, en
hver fræðimaður séð, að ritgjörðirnar eru reistar á víð-
tækum rannsóknum og gildum rökum. Sá sem vill fá
hugmynd um þjóðsagnakönnun nútímans og aðferðir
hennar, getur ekki betur byrjað en með því að lesa rit-
gjörðir eins og »Æventyri paa vandring« (þar sem
m. a. ferill sögunnar »Klippt var það, skorið var það«
er rakinn víða um lönd), »Eventyrvandring og eventyr-