Andvari - 01.01.1927, Síða 11
Andvari
Bjarni Jónsson frá Vogi
9
setja þær saman af kunnáttu sinni. Þegar fram í sótti
kom þessi kensla að mjög góðu haldi. Er óhætt að
staðhæfa, að piltar hafi aldrei fyrr náð slíkri æfing í að
tala þýzku sem undir hans handleiðslu. Veit eg og dæmi
þess, að það var nærri undarlegt, á hve skömmum tíma
honum tókst nú á sínum efri árum að hugfesta mönn-
um góða undirstöðu í þýzku, svo erfið sem tungan er
byrjöndum.
Stjórn hafði Bjarni svo góða yfir nemöndum, að al-
drei þurfti um að vanda; kom hún fram af sjálfu sér.
Hann hafði og sjálfur ánægju af kenslu og taldi sig
bezt til slíkra starfa fallinn, enda vildi helzt hafa þau
að lífsstarfi; lét hann það oftlega í ljós. Það var því
mjög illu heilli, er honum var vikið frá skólanum eftir
tíu- ára starf þar árið 1904. Olli því tortrygni yfirstjórn-
anda skólans og fjandskapur, er reis af blaðamensku
og stjórnmála-afskiftum Bjarna in síðustu ár, sem hann
kendi í skólanum og enn verður á vikið. Að öðru leyti
verður það mál eigi rakið hér, enda eigi skrifleg gögn
hér fyrir hendi, þau er fram vóru borin á »æðri stöðum«.
Frávikning Bjarna mæltist víðast hvar mjög illa fyrir
og þótti ærið ranglát og ómakleg. Bjarni var einkar-
vinsæll meðal pilta. Þótti þeim hans hlutur með rang-
indum fyrir borð borinn. Sýndu þeir honum alla þá virð-
ing og hluttekning, er þeir máttu, héldu honum sam-
sæti og færðu veglega gjöf í viðurkenningar-skyni.
Nú var Bjarni sviftur því starfi, er hann hafði lært
til og ætlaði að hafa til atvinnu sér. Gerðist hagur hans
mjög þröngur, því að hann hafði þá hálft fimta ár ið
næsta eigi annað að starfa en tímakenslu og að rita og
ræða um stjórnmál eða fást við þýðingar úr erlendum
tungum. Þýddi hann allmörg kvæði eftir norsk skáld,
þar á meðal »Huliðsheima« eftir Árna Garborg, er út