Andvari - 01.01.1915, Side 11
Dr. síra Jón Bjarnason.
3
sinn og bekkjarbróður í kynnisvist vestur um haf
hin síðustu árin.
Síra Eiríkur Hriem var 2 árum eldri í skóla.
Voru þeir Eiríkur og Jón mjög samrýmdir á skólun-
um og héizt vinátta þeirra til dauðadags. Annaðist síra
Eiríkur unr útgáfuna á »Guðspjallamálum«, Reykja-
vík 1900. Segir sira Eiríkur prófessor mér, að mjög
hafi komið fram mannkostir og einkenni síra Jóns
þegar á skólaárunum. Sveinninn var mjög siðavand-
ur og alvarlegur. Mátti hann einn heita í skólanum
á þeim árum, er hélt einurð sinni við Bjarna rektor.
Var svo mælt að enginn af kennurunum hefði haft
í fullu tré við Bjarna nema Jens Sigurðsson mágur
lians, er við tók síðar. En Bjarni rektor mat Jón
mest allra skólasveina, og kallaði til Jóns er vanda
bar að höndum í skólanum og talaði við hann af
trúnaði einslega um það er til bóta mátti horfa. Var
þá í skóla nokkuð yngri maður slórvel gáfaður, sem
alt var leikur, líf og nám, var allmikill sveitardráttur
á milli hans og Jóns Bjarnasonar. Komu þegar
fram í skóla forystuhæfileikar hans.
Það hefir sira Eiríkur og sagt mér að við presta-
skólanámið 1867—1869 liafi Jón verið styrklaus frá
föður sínum. En jafnframt því, sem hann stundaði
námið af hinni mestu alúð, vann hann sér svo mik-
ið inn með kenslu og prófarkalestri, að heldur lagði
hann upp en hitt með skólastyrknum. Muna þeir
sambýlismenn Jóns, Eiríkur og Jón Ólafsson, hve
kappsfullur hann var í rökræðum og fylginn sér, fynd-
inn og gamansamur. Frá prestaskólanum lauk Jón
hinu bezta prófi, sem tekið hefir verið, eftir gönrlu
reglugjörðinni, um 50 ára skeið. Geymist enn próf-
1