Andvari - 01.01.1915, Side 30
22
Lagahreinsun.
Þar er þrautin. Fyrsl heíir menn ælíð greint,
greinir enn og mun jafnan greina á um það, hvað
er gott og illt, ekki síður í lögum, heldur en i öðru.
En í annan stað nægir það eitt ekki, að eignast góð
lög, lieldur verður að halda þau. Stundum veltur
jafnvel enn meira á því, hvernig með lögin er farið,
heldur en á hinu, hvernig þau eru, enda á málshátt-
urinn ekki síður við lagavörzlu en lagasetningu. Þó
verður ekki farið úl í fyrra atriðið hér. Merkin eru
skj'r milli beggja atriða og síðara alriðið, lagasetn-
ingin, huga og hendi nær, heldur en hitt. Veltur og
á miklu, að vandað sé til vopnsins, ef vel á að gef-
ast, enda viðbúið, að árangurinn af aðfinningunum
yrði því minni, því lleiri sein þær væru.
Það má líkja lögum við hlífarföt. Lög eru sett
lífskjörum vorum lU skjóls, á líkan liálL og fötin eru
ætluð líkamanum. Lögin verða því að laga sig eftir
lífskjörunum, líkt og fötin eftir líkamanum. lín nú
eru lífskjörin margvísleg, ekki síður en likamsskapn-
aður manna. Sama regla hentar ekki ólíkum líís-
kjörum. Það mundi t. d. ekki fara vel á því, að
sama regla ælti við afstöðu húsfreyju til bónda henn-
ar, sem við afstöðu lijús til húsbónda þess. En ein-
mitt af þvi, að lögin verða að laga sig eftir lífskjör-
unum, sem þau eiga að hlúa að, þá er ekki unnl að
lýsa gæðum laga í einu lagi svo, að úrlausnin verði
verulega nothæf. Það má segja, að þau Iög ein séu
góð, er hæfa sínum lífskjörum. En með því væri
lítið sagt. Þá væri eftir að leysa úr þvi, hvað hæfði,
og það væri þó mergurinn málsins. En þó að ekki
sé hægt að skera úr því, hvort tiltekin lög séu góð
eða ill, nema með því að bera þau við kjör þau,
sem þeim er ætlað að búa um, á líkan hátt og ekld