Andvari - 01.01.1915, Qupperneq 40
32
Lagahreinsun.
að vísu fyrir nokkrum árum fella stjórnai;skipunar-
lögin frá 1903 inn í stjórnarskrána frá 1874, og gaf
síðan hvorttveggja út ásamt þingsköpunum. En það
er líka alt og sumt. Það hefir ekki einu sinni verið
haft fyrir því, að steypa saman lögum, sem ólöglesn-
ir lögreglumenn þurfa á að halda. Hreppstjórareglu-
gjörðin er t. d. orðin hálllertug. Það hefir verið
hrúgað á hreppstjóra fjölda mörgum nýjum störfum,
síðan reglugjörðin var sett, og miklu af gömlu störf-
unum hefir verið svo gjörbreytt, að það er viða blátt
áfram villandi, að fara eftir reglugjörðinni, en þó hafa
veslings hreppstjórarnir ekki annan áttavita að fara
eftir. Nokkru fyrir heimflutning stjórnarinnar, lagði
einn af sýslumönnum landsins það til, að gefinn væri
út nýr leiðarvísir fyrir hreppstjóra, og hefði ef til vill
mátt trúa honum eða einhverjum öðrum sýsfumanni
fyrir því verki, en tillögunni var enginn gaumur gefinn.
Nokkrar erlendar þjóðir eru svo lánsamar, að
eiga lieildarlög um stóra kafla lagakerfisins. Þjóð-
verjar hal'a t. d. fyrir tæpum tuttugu árum eignast
ein lög um öll svo kölluð boi'garaleg lífskjör sín,
lögræði, hjónaband, erfðir, kaup og sölu og önnur
íjárskifti m. m. Eru slík lög vitanlega mesta gersemi
bæði þeim, sem með lögin fara og eftir þeim eiga að
fara. En þau eru jafnframt mesta vandaverk, enda
hentari þjóðum, sem þroskaðar eru, lieldur en þjóð-
um, sem eru á gelgjuskeiði.
En þó að íslendingar muni enn hvorki vera
vaxnir slíkum lögum, né löggjafar þeirra og lagamenn
færir um að setja þau, þá er þó sannarlega kominn
tími til að hreinsa til í lagaskemmunni, fleygja þvi
út, sem aldrei hefði átt þar inn að komast, sundra
því, sem sundurleitt er, en saman hefur verið hrúgað,