Andvari - 01.01.1915, Page 95
Um búreikninga.
87
Fæstir hafa greinilega hugmynd um það, hve
mikilJ er arðurinn af ánum þar sem fært er frá og
eklu heldur hvað fóður þeirra og hirðing kostar. Og
af þessu leiðir, að þá hafa þeir ekki heldur greini-
lega hugmynd um hvernig það borgar sig að taka
fóður. Fáir munu hafa gjört sjer reikningslega grein
fyrir því, hvort það er liagur eða skaði að hætta við
fráfærur, enda er ómögulegt að segja nokkuð um það
mál með vissu án allgreinilegra búreilcninga. Sama
má segja um þá breytingu í búskapnum, sem orðið
hefir á síðustu 20—30 árum — að menn hafa hætt
við sauðaeign, sem áður var talinn fóturinn undir
búi margra bænda.
Ógreinilega hugmynd liafa margir um það, hvernig
túnin borga tilkostnaðinn, eða hver munur er á góðu
túni og vondu. Ekki liafa menn greinilega liugmynd
um það, hve mikils virði gott grasár og góð nýting
eða góður vetur er fyrir bóndann eða hve mikill kostn-
aðarauki honum verður að grasbresti, óþurkum og
liörðum vetri. Svona mætti lengi halda áfram að lelja,
en þetta ætti að nægja til að sýna, að bændur hafa
oít tilfinnanlegan skaða af því, hve lítið þeir vita í
raun og veru um mörg þýðingarmikil atriði i bú-
skapnum. Og það eru að eins búreikningarnir sem
geta bœtt úr því til blgtar.
Mjer þykir ekki ólíklegt, að einliver ykkar kunni
að liugsa sem svo: Skyldi ekki mega komast að því
hvernig búskapurinn gengur yfir höfuð, án þess að
hafa margbrolna reikningsfærslu. Mundi ekki nægja
að skrita upp einu sinni á ári — í fardögum — allar
eigur sínar, og virða þær til peninga, bæta þar við
inneignum hjá öðrum og peningum, ef til eru — draga
svo frá það, sem maður skuldar öðrum. F*á sjest