Andvari - 01.01.1915, Side 141
Heimilisliættir Eskimóa.
133
hefir verið sagt, að þið hafið fyr á timum verið vanir
því að leita til mannhefnda eftir vegna menn og átt
í vígaferlum? Er það ekki satt, að Taiakpanna ná-
granni þinn hafi vegið sex menn i liefnd eftir föður
sinn?« Ovayuak kvað þetta alt satt vera, en það
hefði verið löngu áður en livalarar komu og land-
íárssóttirnar, sem stundum dræpu tíu manns á bæ
þar sem þrettán væru fyrir. Þá hefðu Iandsbúar
verið svo margir, að í Kittegaryuit-þorpi einu saman
liefðu verið íleiri góðir veiðimenn en hvalarar á
tveimur skipum. En nú væri ekki fleiri veiðimenn á
allri ströndinni en svo, að hægt væri að telja þá á
tá.ni og fingrum. Þegar landfarssóttunum létti sögðu
menn: »Við meguin ekki berast á banaspjót; við
erum of fáir«. Menn ræddu þetta með sér heilt
sumar og urðu að lokum ásáttir um það að hætta
manndrápum og hefndum, þótt morð væri framið.
Síðan hefir eigi verið framið nema eitt morð og
Direksina verður eigi ráðinn af dögum fyrir það.
Eg spurði hann þá, hvernig á stæði, að Direksina
hefði verið svo vel fagnað, jafnt af vandamönnum
hins myrta manns, sem öðrum, og fékk þá þetta ein-
kennilega svar: »Það gæti verið vit í því að drepahann,
því hann er vondur maður og vís til alls. En hverju
værum við bæltari með því að vera illa til hans og
gera hann að auðnuleysingja?« í sambandi við þetta
má geta þess, að þessi umhyggja Eskimóa fyrir því,
að særa ekki tilfinningar annara, er svo mikil, að
hjá okkur yrði hún talin löslur. Margar aðrar »ósið-
aðar« þjóðir eru með þessu sama marki brendar.
»Saklausar lygar« eru miklu algengari hjá þeirn en
okkur. Hali þeir komist að því, hvað mann fjTsir að
lieyra, segja þeir lronum það, livort sem það er satt