Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.06.1966, Blaðsíða 6
22. tbl. — 39, árg. — 13. júní 1966. EFIMI SVARTHÖFÐl SEGIR ........................... 6—7 ALLT OG SUMT................................ 8—9 ÞESSI FJÖLSKYLDA ER BÖNNUÐ, athyglisverð grein ................................. 10—12 LÍF OG HEILSA, eftir Ófeig J. Ófeigsson ..... 13 LISTIN AÐ HLUSTA ......................... 14—15 UNDARLEGIR HLUTIR ........................... 15 SOFIA, CHAPLIN OG BRANDO, myndir og grein 16—20 DRAUGASKIP í NORÐURSJÓ ...................... 21 BRENNIMERKT. framhaldssaga eftir Erik Nor- lander ................................ 22—24 SÁLFRÆÐI DAGLEGA LÍFSINS, nýr þáttur eftir Amalíu Líndal ............................. 25 FURÐUR HIMINS OG JARÐAR, eftir Hjört Hall- dórsson ............................... 26—27 HJÓLIÐ SNÝST, grein um fyrsta kassabílstjórann, eftir Guðmund Þorsteinsson frá Lundi... 28—30 HÁRKOLLUR ERU BETRI ......................... 31 ARFUR ÁN ERFINGJA, framhaldssaga eftir Eric : Ambler .............................. 32—34 STJÖRNUSPÁ .................................. 35 í SVIÐSLJÓSINU ........................... 36—37 BARNASAGA ................................... 47 FORSÍÐUMYNDIR: Úr Sundlaug Vesturbæjar. Ljósmynd: Rúnar Gunnarsson. 1 NÆSTA BLAÐI ver3ur grein um Aga Khan sem er leiðtogi einnar greinar Mú- hameSstrúarinnar. Steinunn S. Briem rœ3- ir við Steindór Hjörleiisson um sjónvarpið og íleira. Grétar Oddsson skrifar grein um „minkaeldi, malarnóm og mörland- ann". Þá er grein um ióstureyðingar, um furðulega gáfu ungrar rússneskrar stúlku og um þann möguleika að frysta manns- likama og geyma hann þannig óskemmd- an ef til vill þúsundir ára. Enn fremurfóru þeir Grétar Oddsson og Rúnar Gunnars- son út og sveimuðu um göturnar og spurðu fólk ýmissa spurninga og tóku af því myndir. Þann þátt köllum við „Hirt upp af götunni" og hann kemur í nœsta blaði. Og svo koma auðvitað föstu þœtt- irnir eins og venjulega. Ritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson (áb.). Blaðamenn: Steinunn S. Briem, Gretar Oddsson. Ljósmyndari og útlitsteiknari: Rúnar Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Hrafn Þórisson. Aughjsingar: Fjóla Tryggvadóttir. Dreifing: Kristján Arngrímsson. Vtgefandi: VikublaðiO Fálkinn h.f. AÖsetur: Ritstjórn, afgreiösla og auglýs- ingar: Grettisgötu 8, Reykjavík. Simar 12210 og 16481. Pósthólf 1411. — Verð i lausasölu 30,00 kr. Askrift kostar 90,00 á mánuði, á ári 1080,00 kr. Setning og prentun kápu: Félagsprentsmiðjan h.í. Prentun meginmáls: Prentsmiðja Þjóðviljans. Myndamót: Mynda- mót h.f. Launastríðið SIGURÐUR GUÐNASON kom á sauðskinnsskóm austan yfir heiði til að stjórna hinni eiginlegu verkalýðsbaráttu. Hvít- flibbamenn lögðu honum lið, þegar vel stóð í bólið þeirra í * hinum pólitíska dansi. Smám saman tókst fyrir tvihliða áróð- ur að tengja verkalýðshreyfinguna við kommúnisma. íhaldið í landinu þurfti á þessum áróðri að halda til að herða fólk sitt upp í heilögu stríði gegn ýmsum endurbótum og kommún- istar neyttu þess byrjar, sem andstaðan við verkalýðshreyfing- una veitti þeim, og gerðust eins konar sjálfskipaðir forsvars- menn hennar. Þeim tókst að afla sér pólitísks brautargengis klofvega á verkalýðshreyfingunni, og gerðu hana að póli- tísku afli, sem kallar á hefndir, hvenær sem einhver kaup- hækkun fæst, vegna þess að andstæðingar, sem í þessu til- felli eru ekki vinnuveitendur, eins og þeir ættu að vera, heldur aðrir stjórnmálaflokkar, líta á hverja kauphækkun sem pólitiskan sigur kommúnista, sem beri að eyðileggja. Þannig hafa kommúnistar, með freklegum afskiptum af verka- lýðshreyfingunni verið henni til vandræða, lifað á henni eins og sníkjudýr og komið í veg fyrir að hún yrði sjálfstæður aðili er leitaði trausts hjá eðlilegum samherjum og viðsemj- endum sínum. Þar sem eiginleg verkalýðsbarátta hefur farið fram, hefur hún verið háð af. einstökum forustumönnum ein- stakra félaga, sem hafa haft hagsmuni félaga sinna eina í huga. Það er þessum mönnum að þakka að verkalýðshreyfing- in hefur alltaf náð sínum hlut, þótt þeir hafi ekki ráðið við hin pólitisku hjaðningavíg, sem verkalýðshreyfingin hefur verið -leidd til að gerast aðili að, af mönnum sem hafa Hfsaf- komu fólks að pólitísku reikningsdæmi. Allir vinstri sinnaðir ISLAND er velferðarriki, og það hefur orðið það vegna þess, að hér er enginn íhaldsflokkur til. Sjálfstæðisflokkurinn stendur að og styður ýmis velferðarfyrirbæri, sem kennd eru við sósíalisma. Þessi almennu viðhorf hafa orðið til að létta verkalýðshreyfingunni baráttuna þrátt fyrir allt orðaskakið, og þrátt fyrir nokkur verkföll, sem aldrei hafa orðið eins alvarleg og hjá milljónaþjóðum, þar sem arðskiptingin er meiri og fólk skiptist í stéttir með greinilegum mörkum. Fróðlegt efni til lestrar Herra ritstjóri! Ég er einn þeirra lesenda Fálkans sem óska eftir fróð- legu efni til lestrar. Fálkinn hefur bætt úr þessu nokkuð að undanförnu, en annars er ekki mikið um slíkt efni í íslenzk- um blöðum. Það er eins og blaðamenn vantreysti lesendum Ekki alla langar til að vita hvað er efst á baugi í skemmt- unum og tízku. Fólk sem hugs- ar um vísindi á sinn 'alþýðlega og vafalaust einfeldnislega hátt langar lika til að fá eitthvað við sitt hæfi. Það er fróðlegt að heyra eitthvað um nýjustu pppgötvanir náttúruvísindanna, og eitthvað um almenn máj, a. m. k. við og við. Ég held að blaðamenn athugi ekki alltaf að þjóðin skiptist ekki annars vegar í hálærða fræðimenn og svo hugsunarlausan lýð hins vegar. Þarna á milli er fjöl- mennur hópur. I vetur kom t. d. grein um framtíð manns- ins í Fálkanum. Væri hægt að fá meira af slíku efni? H. G. . Svar; Sennilega hefur þetta bréf veriö skrifaö áöur en Hjörtur Halldórsson menntaskólakenn- ari lióf aö skrifa dálka sína í Fálkann um „Furöur himins og jaröar". Sá dálkur er ein- mitt fyrir þann áhugahóp sem H. G. talar um. Þaö er satt aö FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.