Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 7
FORLEIKUR ÚR MERÐI VALGARÐSSYNI,
eftir Jóhann Sigurjónsson.*)
(Leiksviðið er breið og djúp gjá. í botninum er leir og möl.
Hægri gjáveggurinn skagar fram aftarlega á leiksviðinu. A
vinstri hönd sést langt inn í gjána. Lækur rennur eftir gjánni
og hverfur sjónum á bak við stóra steina fremst á leiksviðinu
vinstra megin. Þar, sem gjáveggurinn skagar fram, stendur
blótsteinn. Rétt bjá steininum liggur hrúga af sprekum og jmiru
heyi. Til hægri handar liggur einstigi niður í gjána. — Björt
sumarnótt).
Leiksviðið stendur autt.
VALGARÐUR
(gamall og gráhærður, kemur niður einstigið. Hann ber
tvegggja álna langan trékross á bakinu. Hann er í litklæðum.
Gengur að blótsteininum, sleppir krossinum, staldrar við og lit-
ast um, leggur höndina á blótsteininn)
Óðinn alfaðir! Gömlum manni, sem þér hefir lengi
þjónað, þykir þess langt að bíða, að þér leiðist þessi
öld. Hann þráir þann dag, að Þór sonur þinn komi
á reið sinni í skýjum og ljósti goðvargana hamri
sínum. Þeir hafa spillt hofum og hörgum. Þeir, sem
halda hollustu við þig, verða að reisa þér blótstalla í
l'ylgsnum og stelast til þess að næturlagi að ákalla þig.
(Lyftir arminum) Blessuð sé nóttin! (Tekur upp krossinn).
MÖRÐUR
(kemur niður einstigið. Nemur staðar og horfir á föður sinn).
*) Jóhann Sigurjónsson hafði gert lausleg drög til þessarar
þýðingar, áður en hann lézt, í samvinnu við Sigurð Guðmunds-
son húsameistara. En við liöfum farið yfir þýðinguna og lag-
fært undir prentun. — J. S., S. N.
1