Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 9
[vaka]
I-ORLEIKUR ÚR MERÐI VALGARÐSSYNI.
3
MÖRÐUR
(liæðnislega)
Eg er skyldum bundinn við þá guði eina, sem mátt-
ugastir eru í svipinn.
VALGARÐUR
Það er þér fyrir A'erstu, að þú ert í vafa um, hvorir
guðanna sé ríkari.
MÖRÐUR
(napur)
Hví steypa goðin ekki andskotum sínum, ef þau eru
svo máttug sem þú hyggur ?
VALGARÐUR
Goð hefna eigi alls þegar. Loka létu þau ófjötraðan,
þar til hann varð Baldri að bana. Þau lögðu Fenrisúlf
í læðing, en gáfu honum lif, og vita þau þó, að i
Ragnarökum mun hann gleypa sjálfan Aldaföður.
MÖRÐUR
Eg öfunda þig af trú þinni. Þú átt þar traust mikið,
sem hún er. En eg verð að lúta lögunum. Og lögin
bjóða, að allir menn skuli kristnir á landi hér.
VALGARÐUR
Hverir hafa sett þau lög? Svikarar og ragmenni.
Hví barðist þú ekki á móti þeim með Runólfi frænda
mínum? Kveiðstu því, að Gissur hvíti, mágur þinn,
myndi telja dóttur sína á að yfirgefa þig? Eða hrædd-
ist þú karl hinn skegglausa og sonu hans?
MÖRÐUR
Enginn má við ofureflinu. Þar komu fram ráð Nor-
egskonungs. Þú veizt, að hann hélt í gíslingu þeirn höfð-
ingjasonum frá íslandi, sem voru í hirð hans, og hót-
aði að taka þá af lífi, ef kristin trú yrði ekki í lög
tekin á Alþingi.
VALGARÐUR
Hákon jarl fórnaði goðunum syni sínum af frjáls-
um vilja.