Vaka - 01.03.1928, Page 11
[vaka]
FORLEIKUR ÚR MERÐI VALGARÐSSYNI.
5
og Höskuldur, eftirlætisgoð hans, fengi mannaforráð.
Mannaforráð, sem hann stelur af þér og ætt vorri.
MÖRÐUR
(l>egir).
VALGARÐUR
Ef Ólafur lconungur ætlaði sér þá dul, að senda
langskip til Islands til þess að brjóta niður rétta trú,
þá myndi verða dregin að þeim gremi allra goða. Kon-
ungsmenn myndi, þegar er þeir léti frá landi, hreppa
hafvillur og réttu stóra. Hér myndi taka land náir einir.
MÖRÐUR
Mikil er trú þín.
VALGARÐUR
(tekur í handlegg honum)
Þú ert sonur minn. Eg verð að segja þér liug minn
allan. Eg gjörist nú gamall. Eg veit, að innan skamms
verð eg ungur rneð óðni í Valhöll. (Sezt — þegir andartak)
Þegar eg frétti þá óhæfu, að kristni væri lögtekin um
land allt, hvarf eg út til þess að reisa þar flokk i gegn.
Eg átti þess ekki von, að þii fylltir flokk goðvarganna.
Síðan liefi eg þagað. Nú skil eg, að það var af ótta
við Ólaf konung, sem þú reistir ekki rönd við kristn-
inni. (Horfir á hann) Segðu mér sannleikann, Mörður!
Þú het'ir alltaf trúað á Æsi.
MÖRÐUR
Eg trúi á enga guði. En átrúnaður feðra minna er
mér næst skapi.
VALGARÐUR
(hugsi)
Eg hefi hugsað um hinn nýja sið. En torskilinn er
mér Hvíta-Ivristur. Hann kvað hafa verið máttugur,
og þó lætur hann hrækja í andlit sér. Hann lætur
negla sig á kross. Hann leggur banatré sitt á herðar
ókunnum manni. Skilur þú hann?