Vaka - 01.03.1928, Síða 16
10
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
löggjöf, siðvenjur og stjórnarfar, hugsunarhátt og lífs-
skoðanir. Það mun því aldrei verða vefengt, að german-
skar þjóðir hafa þurft að „líta í norðrið“, og að það-
an hefir streymt orkulind, sem frjóvgað hefir og end-
urnært andlegt líf og bókmenntir um öll Norðurlönd
og raunar víðar.
En af oss íslendingum er það að segja, að þjóð-
menning vor mundi heldur rýr á metunum, ef forn-
bókmenntirnar væru úr sögunni. Týnt mundi þá
fornmálið á íslandi, ekki síður en í Noregi, og meir
en tvísýnt, hvort vér værum sjálfum oss ráðandi
í nokkrum efnum. Því að hvað væru Islendingar,
ef enginn hefði heyrt minnzt á Gretti hinn sterka,
Gunnar á Hlíðarenda eða Skarphéðin? Ef Þorkell
máni, Skafti Þóroddsson, Njáll, Snorri goði, Einar
Þveræingur og Jón Loftsson hefðu týnzt í tímans haf,
án þess að nokkrar sögur hefðu af þeim farið? Ef
kvæði Egils, Sighvats og Arnórs hefðu dáið með sjálf-
um þeim? Ef engin lina væri til eftir Ara, Snorra
eða Sturlu Þórðarson? AIIs vesælir mundum vér þá
vera, umkomulaus útskagalýður og illa siðaður, —
„ský fyrir utan regn, nyt fyrir utan kjarna“, eins og
meistari Jón að orði kemst.
Ekki þarf um það að sakast, að frændþjóðir vorar
hafi ekki kunnað að meta íslenzkar hókmennlir. Alla
stund síðan handritin urðu landflótta hefir verið unn-
ið kappsamlega að því að kanna þau á allar lundir og
gefa þau út. Hafa íslenzkir fræðimenn unnið þar mikið
starf bæði fyr og síðar og lagt drýgst af inörkum, en
þó iná oss aldrei gleymast, að þeim mundi hafa orðið
lítið úr verki, ef þeir hefðu eigi notið við hvatninga
og fjárstuðnings útlendra manna. Eru nú vandaðar út-
gáfur til af flestöllum íslenzkum fornritum, en lang-
l'lestar þeirra eru ællaðar útlendingum og meir við
hæfi vísindamanna en alþýðu.
Hvergi hafa fleiri íslenzk fornrit verið gefin út