Vaka - 01.03.1928, Page 18
12
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
komst svo aö oröi um fornbókmenntirnar: „Hvað er
þessi fornaldar litteratura og skáldskapur annað
heldur en andskotans sæði, hverju hann hefir spúð í
sitt einkaverkfæri, Óðin kong og hans selskap?“ Þó
voru gefnar út nokkrar sögur á Hólum eftir miðja 18.
öld og síðar í Hrappsey. Ekki þarf þess að geta, að
allar voru þær útgáfur lélegar og lítt til þeirra vand-
að. Og ekki batnaði, er Magnús Stephensen tólc völd-
in yfir bóka-útgáfu á íslandi, því að hann var forn-
bókmenntunum iítt unnandi. Þó gaf hann út nokkurn
hluta H e i in s k r i n g 1 u , en komst ekki lengra en
aftur að Ólafs sögu helga. Sonur hans gaf löngu sið-
ar út N j á 1 u , og komu aldrei önnur fornrit úr prent-
smiðju þeirra feðga. En á ofanverðum dögum Magn-
úsar gaf Bókinenntafélagið lit S t u r 1 u n g u í fyrsta
sinn og mátti það heita stórviðburður, þó að útgáfan
væri í rauninni lítt viðunandi. Löngu síðar (1858) hóf
lelagið að gefa út Biskupasögur, og var sú út-
gáfa hin vandaðasta. Siðan gaf það út eyfirzku og
þingeysku sögurnar, og íslendingabók, og eru þá tald-
ar fornritaútgáfur Bókmenntafélagsins. Litlu eftir miðja
öldina gaf Jón Þorkelsson út S e x söguþætti og
E g i 1 s s ö g u (á kostnað Einars Þórðarsonar), og
nokkru siðar komu út á Akureyri Vatnsdæla,
F inuboga s a g a r a m in a og L a x d æ 1 a . Kring-
um 1880 voru nokkrar hinar smærri sögur geínar lit
í Reykjavík, Gull-Þóris saga, Gunnlaugs
s a g a , Droplaugarsona s a g a og F 1 ó a -
manna saga og um sömu rnundir kom Eyr-
J) y éí g j a út á Akureyri. Nokkru síðar komu Forn-
a 1 d a r s ö g u r N o r ð u r 1 a n d a út í Reykjavík (1887
—1889). Loks er þess að geta, að 1892 hóf Björn rit-
stjóri Jónsson að gefa út Heimskringlu, en ekki komst
sú útgáfa lengra en aftur að Maguúsar sögu góða.
Munu undirtektir almennings hafa verið all-dauflegar,