Vaka - 01.03.1928, Side 23
UM ATVINNU OG FJÁRHAGI Á ÍSLANDI
Á 14. OG 15. ÖLD.
STUTT ÁGRIP.
Það er jafnan all-miklum örðugleikum bundið að
gera sér ljósa og rétta hugmynd um þjóðhagi á liðn-
um öldum. Ivemur þar margt til greina, sem athuga
þarf. En gögn þau, seni styðjast verður við, eru löng-
um slitrótt í ýmsum greinum og vitnisburður þeirra
því eigi ætíð svo Ijós að laki af allan vafa. Brotasilfur
það, sem sögusmiðnum er fengið i hendur, er eigi að
eins af skornum skammti, heldur líka í meira lagi ó-
skírt. Fæstar þjóðir eiga því láni að fagna að hafa
varðveitt sögugögn sín til fullrar hlítar, svo beint
verði gengið að hverju einu, er ináli þykir skifta.
Verður það heldur eigi sagt um okkur íslendinga, og
á það ekki sízt við um hagsögu vora og heimildir
um hana. Um slík efni nægja varla einstök daemi og
jafnvel ekki fá, ekki sizt ef um það er að ræða að
skyggnast eftir almennu verðlagi. Viðskifti manna í
milli á hverri öld eru harðla breytileg, og auk þess
ganga breytingarnar misjafnt yfir. Enn fremur er
rétt að gera ráð fyrir afbrigðum, og er vant að sjá.
hvort fá dæmi, sein varðveizt hafa, sýni hið almenna
eða ekki. Hins vegar er það til nokkurs léttis, er því
má trej'sta, að öll hin helztu táðskiftalögmál, sem enn
í dag skapa þjóðunum örlög í atvinnulífi þeirra og
fjárefnum, verltuðu á líkan hátt á fyrri öldum. Þau
voru þá að eins ekki eins hraðvirk og nú, og tæplega
eins víðtæk. Verkaskiftingin milli þjóða og þegna og
2