Vaka - 01.03.1928, Qupperneq 29
[vaka]
UM ATVINNU OG FJÁHHAGI Á ÍSLANDI.
23
menn þóttust aðþrengdir um þetta bil1), 1382 var sótt
um allt land og manndauði mikill. Og 1389 var enn
sótt í landi og Heklugos2). En þó má kalla, að árferði
væri all-gott frá 1380 og fram um aldamót. Bendir
margt til þess, að hag landsins hafi rétt stórum við
frá þvi um 1380 og fram að Plágunni miklu, 1402.
T. d. komst fénaðareign margra kirkna hæst undir
aldamótin 1400. Verður ekki fullyrt, að fækkað hafi
fólki í landinu á 14. öld, enda þótt byggð eyddist á
sumum stöðum, sem fyr var getið. 1 þess stað fór út-
vegur vaxandi og óx byggð við sjóinn, sem síðar verð-
ur vikið að.
Ef vér athugum árferðislýsingu 13. aldar, verður
ekki annað séð en að árferði hafi lengst af verið í betra
lagi, að frátöldum harðindakaflanum 1282—1292.
Verður og ekki annað séð heldur en hagur landsins
hafi staðið all-vel um aldamótin 1300, þrátt fyrir inn-
anlandsófriðinn fram yfir miðja öldina. Er þess þó
auðvitað ekki að dyljast, að hann muni hafa valdið
all-miklu tjóni víða. En ef betur er að gáð, þá virðist
ekki ástæða að ætla, að þjóðinni í heild sinni hafi
stafað mjög mikið efnatjón af honum. Fyrst og fremst
gætir hans alls ekki að kalla má um allt Norð-Austur-
land, og víða annars staðar gætir hans fremur lítið og
óvíða að staðaldri. Þó munu sum byggðarlög, svo sem
Hangárvellir, Borgarfjörður, Skagafjörður og sveitir á
Vestfjörðum hafa beðið nokkurn hnekki af styrjöld-
inni. En svo virðist sem yfir það hafi jafnazt fljótlega.
T. d. er hvergi talað um mannfall af sulti á 13. öld fyr
en milli 1280 og 1290, í þeim langvinnu harðindum,
sem þá gerði. Hefði atvinna manna beðið mikinn eða
langvinnan hnekki af ófriði, þá mundi það eflaust
1) DÍ. III. bls. 206—207. 2) Ann. VIII. bls. 364, 366, IX.
bls. 416. VII. bls. 284.