Vaka - 01.03.1928, Side 30
24
ÞORKELL .1ÓHANNESSON:
[vaka]
hafa haft í för með sér harðindi og hungur. En þess
verður ekki vart.
Aftur á móti var árferði á 14. öld mjög slæmt með
köflum, svo sem árferðislýsingar bex-a vott um, eink-
um tvo fyrstu tugi aldarinnar. Og í samanburði viö
13. öld má óhætt telja svo, að 14. öldin sé mjög harð-
inda og áfellasöm lengst af. Ljós vottur um harðindi
nyrðra á öndverðri öldinni er það, að leiga af jörðum
Reynistaðaiklausturs lækkar nær um 25% frá 1295 til
13151). En ekki dylst það, að atvinnuhagi þjóðarinnar
réttir nokkuð við undir aldamótin. T. d. má sjá þess
vott, að landskuld af jörðum er ivið hærri þá heldur
en á öðrum tug aldarinnar2). En sá munur er þó minni
en vænta mætti. Ber þess og að gæta, að viðrétting
tandsbúsins eftir harðindin á 14. öld mun að nokkru
leyti hafa komið fram í efling sjávarútvegsins, og
styðst það við ýmislegt, sem síðar skal sýnt verða, um
verðlag á þessum tímum. Það má því telja mjög óvíst,
að landskuld af jörðum hafi nokkru sinni á 14. öld
— og þá auðvitað ekki síðan — náð því að verða eins
há og hún var í lok 13. aldar, — eftir lok Sturlunga-
aldar —.
Sumarið 1402 barst hinga'ö faraidur af pest, sem
löngum er nefndur Svarli dauði. Faraldur þessi, sem
oftast er nefndur Plágan mikla í fornum ritum, geis-
aði hér með miklu mannfalli fram á vor 1404, eða
nær tvö ár samfleytt. Skal ekki fjölyrt hér um sótt
þessa. En þó er ekki því að leyna, að hún hafði mjög
mikil áhrif á þjóðhagina á öndverðri 15. öld. Verður
þess nánar minnst síðar. Það var fyrrum ætlun
inanna, að Plágan inikla hefði drepið tvo þriðjunga
þjóðarinnar, en nú mun það talið nær sanni, að látizt
hafi í pestinni þriðjungur landsmanna. Verður það
1) DI II. bls. 301—302, sbr. bls. 398. 2) DI. II. bls. 377,
sbr. DI. III. bls. 567—598.