Vaka - 01.03.1928, Qupperneq 31
[vaka] um atvinnu og f.iárhagi á Islandi.
25
þó tæplega nokkru sinni ákveðið svo nákvæmni sé í.
Hitt er víst, að Plágan gerði mikið afhroð í mannfalli
og eyddi fjölda jarða og jafnvel heil byggðarlög. 1405,
veturinn eftir að Plágunni létti, varð afarmikill skepnu-
fellir, einkum sunnan lands, að vitni Nýja annáls. Var
það og að vonum, að misfellur yrði á um fénaðar-
höldin, er mánnfólkinu hafði slíkur hnekkir komið.
En ella virðist árferði hafa verið í betra lagi fram um
1430. Þó var krankfellt nokkuð um 1420, og all-harð-
indasamt 1424—14261). — Árið 1431 gekk bólusótt
mikil og mannskæð, enda hafði hér ekki bóla gengið
svo séð verði síðan 1347—1348, sem fyr var getið2).
Nú er bæði, að fátt er til frásagna um árferði á 15.
öld lengst af, enda verður ekki annað séð en að það
hafi verið hagstætt og gott yfirleitt. Að vísu getur
bólusóttar 1472, en harðinda er ekki getið3). En
árið 1494 barst hingað til lands drepsótt mikil,
pest, sem kölluð hefur verið Plágan síðari. Gekk hún
vfir allt land nema Vestfirði, að því er Gottskálksann-
áll segir4). Sótl þessi var hin grimmasta, og líklega
litlu vægari en Plágan mikla. Virðist og svo, að verið
hafi fremur illa ært á síðasta tug aidarinnar, enda
getur Björn á Skarðsá þess, að fjcldi fátækra manna
hafi dáið af hungri árið 15003), og bendir það til und-
angenginna harðinda.
Það sem mest ber á, þegar litið er til árferðis á 15.
öld, eru drepsóttirnar. Annars virðist tíðarfar og at-
vinnuhagir að því leyti hafa verið í all-góðu lagi, og
vafalaust hefir árgæzkan stutt að þvi, hversu lítið
hagur þjóðarinnar virðist hafa hallazt við Pláguna
miklu og bóluna 1431. Virðist hafa jafnazt furðanlega
yfir þau áföll, er dró fram um 1460, og í því horfi helzt
1) Anu. VII. bls. 293—294. 3) Ann. VIII. bls. 370. 3) Ann.
VIII. bls. 372. 4) Ann. VIII. bls. 372. 5) Ann 1400—1800. I.
bis. 7«.