Vaka - 01.03.1928, Síða 33
[ VAKA
UM ATVINNU OG FJÁRHAGI Á ÍSLANDI.
27
atvinnuhagi þjóðarinnar á þessu tímabili. En ekki
nægja þær þó til þess, að vér fáum ljósa hugmynd
um rannsóknarefnið. Verður hér nær að ganga, og
freista þess að skyggnast undir j'firborðið.
Einn helzti þáttur hagsögunnar fjallar um verðlag
og verðmæling. Með því að rekja breytingar í verðlagi
og verðmælingu er hægt að komast harðla nærri um
það, hvernig atvinnu var háttað á hverjum tíma. Og
auk þess má mjög ráða af almennu verðlagi um hag
manna yfirleitt. Stöðugt verðlag og verðhlutföll her
vott um jafnvægi í atvinnulífi og heilbrigða fjárhagi.
En að vísu þarf slíkt ekki að vitna um reglulega vel-
megun. Hins vegar sér þess brátt vott i verðlaginu,
ef rask kemst á atvinnulífið, og atvinnuhagir breyt-
ast til ills eða góðs fyrir þjóðina. Rannsóknir í þessu
efni eru flestu betur fallnar til þess að fræðast um
atvinnuhagi liðinna alda. En örðugleikar eru á þvi að
ná nægilega föstum tökum á efninu sökum þess, að
um fá efni er jafn-brýn þörf margra heimilda. Fá
dærni sanna lítið urn svo fjölþætt efni.
Eins og kunnugt er, hagaði lengstum svo til hér á
landi um viðskifti manna innanlands og svo við er-
lenda kaupmenn, að kaup öll og greiðslur voru innt
af höndum í vörurn að mesturn hlut. Um annan gjald-
eyri var varla að ræða. Til þess að koma skipun á um
vöruskifti þessi var nauðsynlegt að ákveða með lög-
legum samþykktum um verð-hlutföll gjaldvörunnar
eða lögauranna, er svo voru nefndir. Verðlög þessi
hin fornu, senr enn eru til leifar af, eru einhverjar
hinar merkustu heimildir um þjóðhagi vora og menn-
ingu, og verðaurakerfið i heild sinni eitt hið helzta
menningarafrek þjóðarinnar og ber glæsilegan vott um
fjárstjórnargáfu hinna fornu höfðingja landsins og
skipulagsgreind þeirra.
Hér kemur þá fyrst og fremst til greina verð vað-
máls og notkun þess sem verðmælis, með hliðsjón af