Vaka - 01.03.1928, Side 35
[VAKA
UM ATVINNU OG FJÁRHAGI Á ÍSLANDI.
29
svo margt annað verðmæti. Þetta er ekki rétt. Verð-
reikningur vor var frá upphafi miðaður við silf-
urverð, og hélzt svo lengi. Og einmitt þess vegna get-
um vér nú ineð all-mikilli vissu fylgt verðbreyting-
um þeim, sem urðu hér á landi fram um 1200, en
það væri ella mjög örðugt, eða næstum ógerlegt.
Það er álit fræðimanna, að silfur hafi verið ódýrt
hér á landi í fornöld, en allar lífsnauðsynjar í háu
verði1). Styðst þetta við ýms rök, en auk þess er það
almenn reynsla forn og ný, að jafnan er dýrtíð mikil
i þeim löndum, sem eru að byggjast og skortir mjög
ýmsa hluti, serii illt er án að vera. En svo virðist sem
islenzkir landnámsmenn hafi flutt með sér út hingað
all-mikið silfur. Mun silfur þetta hafa gengið mjög
til kaupa utanlands fyrst í stað. Silfur var ekki slegið
eða mótað á Norðurlöndum fyr en um árið 1000. Var
það vegið og talið í aurum (um 27 gröm) og mörkum
(um 210 gröm)2). En verðið fór raunar eftir því, hve
skírt silfrið var, og mun brennt eða all-skirt silfur
hafa legið til grundvallar því mati. Þarf ekki að
efast um það, að silfur var í upphafi bæði verðmælir
og verðeyrir liér á landi, er menn höfðu lítið annað
að g'jalda, meðan afrakstur landsbúsins nægði að eins
til eigin þarfa eða tæplega það. Verður það þá likíÞ
skiljanlegt, hvernig annar verðeyrir, vaðmálið, fær
verðeiningaheiti sín úr silfurreikingnum.
Vaðmál liefir verið dýrt hér í upphafi af almenn-
um ástæðum, svo sem fyr var drepið á. Og það virð-
ist vafalaust, að þegar skipun komst á vaðmálalagið,
sem hlaut að miðast við silfur, þá var eyrir vaðmála
kallað það vaðmál, sem kostaði eða jafngilti eyri silf-
urs, og mörk vaðmála svo mikið vaðmál að álnatali
1) Isl. réttarsaga eftir próf. Ólaf Lárusson, bls. 13. 2) Sbr.
t. d. fsl. I. bls. .313. Norg. Hist. I. 2 bls. 211, 254; MacLund,
Ökon. Svst., bls. 14; Skírnir 1910, bls. 3.