Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 36
30
I’ORKELL JÓHANN ESSON:
[vaka]
sem jafngilti mörk silfurs. Til aðgreiningar frá silfur-
eyri er hin nýja verðeining, eyrir vaðmáls, nefnt
iögeyrir, þ. e. tiltekin álnatala vaðmáls, sem samkvœmt
lögheimild var jafnboðin eyri silfurs.
Það má telja víst, að verðaurar þessir, silfur og
vaðmál, hafi hal't sitt hlutfalls-lag þegar á ofanverðri
landnámsöld, áður en lýðveldið var stofnað og alls-
herjar lög sett. Þetta Iag hefir að sjálfsögðu verið
all-misjafnt og breytilegt, þegar þess er gætt, að al-
mennt verðlag á þessum tíina var og hlaut að vera
óstöðugt dýrtíðar verðlag. En þá eins og jafnan hef-
ir reynzt erfitt að stöðva verðlag almennt með því
að leggja lag á vörur og gjaldaura eftir geðþótta. Sjást
þess dæmi uin miðja 10. öld og svo löngu síðar, eftir
það, að fastari skipun var á komin. Má þó nærri geta,
að hjá því varð ekki komizt, að koma skipun á um
Jiessa hluti, til þess að koma í veg fyrir þrætur, a. m.
k. þar sem um lÖgboðnar og dómskipaðar greiðslur
var að ræða. Hefir Jiað því vafalaust verið eitt hið
l'yrsta, sem gera varð el'tir Jiað, að sett voru allsherj-
ar lög, uin 930, að setja fast verð á aðal verðeyri
landsmanna, , vaðmálið, miðað við silfurgang, eða
ákveða verð-hlutfallið Jiar á milli. Má a'tla, að Jiað
liafi verið gert á líkan hátt og síðar, er verðalin var
ákveðin, að miða við meðal verðlag.
Arnljótur Ólafsson hefir fært sönnur á Jiað, í grein
sinni um silfur-gang, sem fyr var getið, að niðgjöld
voru jafnan goldin þannig eftir Baugatali, að tvítylftar-
baugurinn t. d. var goldinn með þreinur mörkum lög-
aura, sex álna aura, eða mörk silfurs með mörk sex álna
aura. Þetta silfurverð: eyrir á móti sex álna eyri, er
auðsjáanlega mjög fornt, frá þeim tíma er Jiessar verð-
einingar voru jafnar — a p a r i — einmitt frá þeim
tíma, er vaðmál fer fyrst að teljast verðeyrir og skip-
un kemst á verðmat þess í hlutfalli við aðalverðeyi--
irinn, silfrið, á þann hátt, að verðeininga heiti silfurs-