Vaka - 01.03.1928, Síða 37
[vaka]
UM ATVINNU OG FJÁRHAGI Á ÍSLANDI.
3t
ins eru tekin upp í vaðmála reikninginn. Venja þessi
mun því vera jafn gömul Úlfljóts-lögum, og ef til vill
eldri. En hefir þá fengið lagastaðfestingu og alls-
herjargildi. Til þess bendir það, er lag þetta hélzt eftir
Baugatali, þrátt fyrir þá miklu breytingu, sem varð
á verðhlutfallinu milli silfurs og vaðmáls þegar á 10.
öld, sem síðar mun getið. Liklega hefir það silfur,
sem hér er miðað við, verið bleikt silfur, sem eftir
lýsingunni mun vera samskonar silfur og silfur það,
sem i Baugatali er kallað lögsilfur hið forna, og var
það hálfu verðminna en skirt silfur1). Miðað við skírt
silfur verður þá dýrleikahlutfallið milli silfureyris og
lögeyris í byrjun 10. aldar sania sem 1 : 2.
10. öldin hel'ir jafnan verið talin ein hin glæsileg-
asta öld i sögu vorri fyrir margra hlula sakir, og er
það sízt ofmælt. Á þeim tima var landnámi lokið og
landið albyggt, svo eigi varð ineir síðan, að vitni Ara
fróða2). Þá var allsherjarríki sett og Alþingi stofnað.
Atvinnuvegir blómguðust, landið ræktaðist og fólkinu
fjölgaði mjög. Samgöngur voru tíðar við útlönd og
jafnvægi komst á um verðlag og viðskifti innanlands
og utan. Dýrtíðinni, sem i'rumbýlinu fylgdi, létti ört,
svo að um árið 1000 er verðlag miklu Iægra en var
um 900, svo nú kostar mörk vaðmáls — þ. e. 8 aur-
ar —- ekki nema einn eyri brenndan: dýrleikahlutfall
silfurs og' vaðmáls er þá l:8a). Þetta er að visu all-
ínikil breyting, en vera má, að silfurverð sé hér raun-
ar talið i hærra lagi í hlutfalli við almennt vöruverð,
sökum þess, að heldur hafi verið orðinn hörgull á þAÚ
vegna hins mikla útflutnings á silfri í kaupeyri erlend-
is á öndverðri 10. öld og þar á undan, meðan annan
kaupeyri skorti. Fer og silfur lækkandi úr þessu, svo
1) Grg. I.a, 1)1 s. 204; Grg. I.b, bls. 192, sbr. Grg. III. bls. 462.
2) ísl. I. bls. 6. 3) Grg. I.a, bls. 241; I.b, bls. 141; II. bls. 88, 214.