Vaka - 01.03.1928, Page 39
[vaka UM ATVINNU OG FJÁRHAGI Á ÍSLANDI.
33
öld. Hlutfallið milli vaðmáls og silfurs varð 1: (i. —
Það má því ætla, að nokkru fyrir 1280 hafi verðlag
hér á landi verið komið í það horf, að menn greiddi
lögeyri eða sex álna eyri fyrir silfurmetinn eyri (sem
þá var enn síðan um 1100 talinn 7% alin). Með öðr-
um orðum: — h i ð f o r n a h u n d r a ð s g i 1 d i
vaðmáls — 16 silfurmetnir aurar — fékkst þá
o r ð i ð f y r i r 9 6 á 1 n i r — 16 lögaura — e ð a
j a f n g i 1 d i þ e i r r a . Þetta olli truflun í hinu forna
verðmálskerfi, og á þvi varð að ráða bót. Var gerð til-
raun til þess um 1280, er það var löglega viðurkennt,
að 20 aurar silfurs væri rétt verð á 120 aurum vað-
mála, eða að 20 silfurmetnir aurar skyldi teljast í
hundraði 120 álnum — vaðmála í stað 16 áður1).
Með þessu átti að rétta við hið forna hundrað. En það
hlaut að verða mjög óþægilegt fyrir landsmenn, að fá
nú verðeiningar, sem voru talsvert hærri en áður. Úr
])ví hinn gamli lögeyrir hafði reynzt mönnum óþægi-
lega hár á 12. öld og um 1200, þá var samt enn verra
í efni nú, er menn áttu að reikna með álnum, sem
voru y6 úr silfurmetnum eyri. Áður var alinin eklci
nema 1/7 úr silfurmetnum eyri, og þó tæplega það.
Sökum þess, að vaðmál var lengstum á þessu tíma-
bili helzta útflutningsvara landsmanna, þá er talsverð-
ur fróðleikur í því að athuga um breytinguna á verði
vaðmálsins, hvernig hún hagar sér. Frá þvi um 1000
og fram um 1100, mestu blóma- og friðaröld lands-
ins, er verðlag mjög stöðugt og þó lítið eitt hækkandi.
Hækkun á vaðmáli nemur um 6%. En alls nemur
hækkun á vaðmálsverði, frá um 1000 og fram um
1280, um 25 %, miðað við silfurverð, og er sú hækkun
mest á 13. öld. Þessi verðhækkun gjaldvörunnar er
sýnilega hagstæð fyrir landsbúið, ekki sízt þegar þess
er gætt, að verð á erlendri vöru virðist haldast í svip-
1) DI. II. bls. 168.
3