Vaka - 01.03.1928, Side 40
:u ÞORKELL JÓHANNESSON: [vaka]
uðum skorðum. Er vafalaust, að hækkun vaðmálsins
stafar af viðskiftunum við útlönd, og á litlar rælur í
innanlands viðskiftum. En þar voru verðhlutföll yf-
irleitt í föstum skorðum, miðað við notagildi, sem
breyttist lítið eða ekki, ineðan atvinnuhagir stóðu í
svipuðum blóma. Það hlaut þvi að koma all-óþægilega
við, svo sem þá var högum háttað, er höfuðverðmælir-
inn, vaðmálið, tók breytingum, sem voru óháðar al-
mennu verðlagi innanlands, áttu engar rætur í því, en
hlutu þó að hafa áhrif á það og valda á þann hátl
miklum ruglingi. Þessa hættu hafa íslendingar að lík-
indum séð löngu fyr — og kunnað ráð við.
Eins og kunnugt er, höfðu landsmenn annað verð-
málskerfi jafnhliða hinu silfurvirða vaðmáls aura
kerfi, sem nú var stuttlega skýrt frá. Það var k ú -
g i I d i ð . Menn vita ekki um dýrleika hlutfall milli
hundraðs vaðmála og kúgildis fram á 11. öld. En frá
því um 1100 og fram undir 1300 virðist kúgildið hafa
verið að öllum jafnaði 15 til 16 lögaurar eða 90 til 96
álnir. í fjárlagi því hinu elzta, sein varðveitt er, og
víslega er ekki yngra en tíundarlög Gissurar biskups,
er kúgildið inetið á 90 álnir. Sézt það glögglega af
samanburði við fjárlag Árnesinga frá um 12001)-
Eru til ærin gögn, er sanna það, að verðlag þetta
hélzt all-stöðugt frá því um lok 11. aldar og fram um
1280. Má telja liklegt, að á öllum þessum tíma hafi
kúgildið verið mjög notað til þess að miða við það
verðlag manna á milli innanlands, og var það mjög
eðlilegt í landi, þar sem búnaður var höfuðatvinna og
nautgriparæktin meginþáttur búnaðarins. Hér hefir
'verið sýnt, hversu vítðmálsalinin, sem mjög var háð
viðskiftunum við útlönd, hækkar ineir og meir upp
fyrir hið forna verðgildi sitt. Hið forna hundrað, sem
í lok 11. aldar var 16 silfurmetnir aurar, er orðið 16
1) OI. bls. 1H5, sbr. OI. I. bls. 316.