Vaka - 01.03.1928, Qupperneq 42
36
ÞORKELL JÓHANNHSSON:
[vaka]
notað nokkuð jafnhliða þannig, að kúgildi er haft
um friðvirðan eyri — stunduin hundraðsvirt kúgildi,
til áherzlu þvi, að hér sé átt við fullvirð kúgildi (því
kúgildin gátu eftir ástæðum verið misjafnlega verð-
mæt), en annars hundrað, er um varning var að ræða,
jarðir eða annað því líkt. Svo segir í máldaga kirkju
á Kvennabrekku 1355: „Lauk Eyjólfur prestur til kú-
gildi og hundrað i heyi og torfi"1). Hér er um sama
verðgildi að ræða; málvenjan að eins þessi, að nota
kúgildisheitið um fríðvirðan eyri. Það sýnir hezt, liversu
langt var komið frá vaðmálahundraðinu gamla um
aldamótin 1400, að 1401 eru tvær hafnarvoðir, 48 áln-
ir vaðmáls, Jagðar á hundrað. í sama bréfi stendur:
játaði Ormur mér hér í móti fimm ásauðarkú-
gildi og X kúgildi óslierð og V hundruð í hafnarvoð-
um jafnfrið“ (þ. e. kúgildisvirð)2).
Ágrip það af sögu íslenzks verðreiknings, er ritað
var hér að framan, sýnir það með rökum, að almennt
verðlag á Islandi — miðað við silfurverð — hækkai-
um 25% frá því um 1100 og fram um 1280. En þess
ber að gæta, að sú hækkun gengur nokkuð jafnt
yfir, verðhlutföli hreytast lilt eða ekki. Verðhækkunin
fær þá fyrst verulega þýðingu, er sjálfur verðmælir-
inn, vaðmálið, fer að hækka örar í verði en svari al-
mennri verðhækkun. Og það ætluin vér, að raunar hafi
svo verið komið um 1280, og vaðmálalag það, sein þá
var sett, sexálnaeyrir á móti eyri silfurs, hafi raunar
verið tilraun lil þess að stöðva vaðmálsgildið á nokkru
lægra verði en þá var gangverð, og er sú tilraun mis-
heppnaðist, hafi verið að því horfið að stýfa hundr-
aðið, binda það við verðeiningu, sem fyrst og fremst
var miðuð við innlenda fjárhagi og ekki háð duttlung-
um erlendra inarkaða. Það er vafalaust, að þessi
1) ni. III. bls. 100. 2) DI. III. bls. 665.