Vaka - 01.03.1928, Qupperneq 43
[vaka]
UM ATVINNU OG FJÁRHAGI Á ISLANDI.
37
breyting á verðraáli hefir haft talsverð áhrif. Það er
t. d. ekki hægt annað að sjá en að jarðir þær, sem
metnar voru til hundraða að fornu vaðmálatali, haldi
áfram eftir stýfinguna að tíundast með sama hundr-
aðatali. En þau hundruð eru að eins kúgild. Hefði
verðgildi jarða ekki verið lækkandi fram um 1280 i
hlutfalli við vaðmál, þá hefði að réttu lagi átt að
hækka hundraðatalið á hverri jörð, er farið var að
tíunda þær í kúgildum hundruðum. En það var ekki
gert, og er það sönnun þess, að jarðir voru í raun og
veru lækkandi í verði i hlutfalli við vaðmál. En óvíst
er, að sú lækkun hafi komið fyllilega í ljós fyr en um
1300 og fram um miðja 14. öld, er hið nýja kúgilda
hundrað tók að ná fastri hefð. Má ætla, að áföll og
harðindi á öndverðri 14. öld hafi i'Iýtl fyrir því. Var
þess áður getið, að landskuld virðist hafa fallið á önd-
verðri öldinni, og bendir það einmitt til verðfalls jarð-
anna. Ber þetta ljósan vott um það, að þungt hafi verið
fyrir fæti, að því er atvinnuhagi snertir, er dró fram
um aldamótin 1300, og fyrstu áratugi 14. aldar. Þarf
það ekki að undra, því hæði var illa ært og hin mesta
deyfð í verzlun, og saingöngur óhægar og' ónógar með
öllu. En þess var nú skammt að biða, að hér yrði
breyting á.
Breyting sú á atvinnuhögum íslendinga, sem kalla
iná að stæði fyrir dyrum á öndverðri 14. öld, er svo
afl’ararík fyrir þjóðhagi vora æ síðan, að rétt þykir
og sjálfsagt að skýra hér all-rækilega frá henni og
tildrögum hennar. Atvinnubreyting þessi er frægt
dæmi þess, er heilt þjóðfélag með rótgrónum starfs-
venjuin verður í skjótri svipan uppnæmt að kalla má
l’yrir áhrifum erlendra fégróðamanna, sem sjá sér hag
hag i því að beina starfskröftum landsmanna að öðr-
um viðfangsefnum. Hingað til höfðu jslendingar verið
atorkusöm búnaðarþjóð, sem enn sér viða merki í