Vaka - 01.03.1928, Síða 44
J>ORKELI, .JÓHANNESSON :
[vaka]
38
iiistum stórkostlegra mannvirkja. Héðan af fær út-
vegurinn æ meiri byr í seglin, og hagur landsbúsins
verður meir og meir háður sjávaraílanum og viðskift-
unum við erlenda kaupmenn.
— Það liggur í augum uppi, enda sér þess vott í
fornum frásögum, að fiskveiði var mjög stunduð af
öllum almenningi hér á landi fyrst i stað, á landnáms-
öld. Hlaut og svo að vera, meðan kvikfé var fátt og
Jandið óyrkt, enda var þá gnægð mikil veiðifangs
hvarvetna við strendur landsins1). En er tímar liðu,
breyttist þetta að nokkru. Kvikfjárrækt og jarðyrkju
fleygði fram og varð landbúnaður skjótt höfuð-at-
vinnugrein alls þorra manna. Var og landvara, ull og
tóvörur, skinn og húðir, aðal-kaupeyrir landsmanna
í viðskiftum þeirra við útlönd um Iangan aldur.
En eigi að síður var sjósókn jafnan all-mikil. Má
sjá þess vott í hinni fornu löggjöf og svo í frásögum,
að snemma hefir komizt á eins konar verkaskifting
ineð landsmönnum. Reis brátt upp all-fjölmenn stétl
manna, er stunduðu sjósókn einvörðungu. Mun þó út-
ræði hafa lagst niður :ið mestu sumsstaðar, einkum
þar, sem erfitt var tilsóknar. En þar, sem aflabrögð
voru bezt og aðsókn hæg, risu upp þegar á söguöld
verstöðvar miklar eða sjóþoj-j), fiskiskálar2). Virðisl
sem þá þegar hafi sú skipun á komizt, er lengst af
hélzt siðan, að sveitabændur færi skreiðarferðir til
verstöðvanna og keypti þar fisk til búnautnar sér, en
fengi fiskimönnum landvöru í staðinn3). Virðist skreið
lítt eða ekki hafa flutt verið utan fyrst í stað. Þurfti
1) Sbr. Egils. c. 28—9; Lax. c. 2; Vatnsd. c. 10. 2) (Jrg. I
a. bls. 5; II. bls. 3, 32, 268—9, 273; III. bls. 3, 9, 57, 154; Þætt.
bls. 273, 304; Hand. c. 1; Lax. c. 11. 3) Sbr. BHít. c. 18; Grett.
c. 42, 45; Sturl. I. l)ls. 241—2.